Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 7. september 2025 14:00 Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum RÚV,,af því að þessi veiðigjöld eru náttúrulega ekki komin til framkvæmda fyrr en á næsta ári“ og hins vegar að það gæti vel verið. Í nýlegu viðtali við mbl.is sagði hún ,,Veiðigjöld ein og sér eru ekki meginástæða þessara uppsagna“ og bætti síðar við að það sé ,,einsýnt að slík rekstrarleg ákvörðun eigi sér langan aðdraganda“. Víðir Reynisson tjáði sig einnig eftir forskrift stjórnarliða á vefmiðlinum eyjafréttir.is og sagði: „Uppsagnir hjá Leo Seafood eru því tæplega tengdar þessum breytingum beint.“ En lítum nú til nokkurra staðreynda, rekjum þær hér og útskýrum afleiðingarnar: Hættu vegna hárra veiðigjalda 2022 Fyrir tæpum þremur árum valdi fjölskylda Sigurjóns Óskarssonar Vinnslustöðina sem kaupanda að útgerð sinni og fiskvinnslu því hún treysti félaginu til að halda skipi, kvóta og vinnslu í bænum. Það var með gleði sem Vinnslustöðin tókst á hendur miklar skuldbindingar, bæði fjárhagslegar og samfélagslegar, nokkuð sem stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar gerði sér grein fyrir. Sjálf tók fjölskyldan mikla áhættu og nýtti andvirði sölunnar til uppbyggingar á landeldi í Vestmannaeyjum, sem er án vafa ein stærsta framkvæmd í Eyjum frá upphafi byggðar. Ástæða þess að fjölskyldan ákvað að hætta rekstri sínum á útgerð og fiskvinnslu lýsti Daði Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, í sjónvarpsþættinum Landanum(2:20 mín. – 3:20 mín) þann 25. maí síðastliðinn ,,Við vorum að fara að taka ákvörðun um það hvort við ættum að fara að byggja nýtt skip, fjárfesta í kvóta, af því að kvótastaðan var ekki nægjanleg til að halda skipinu á sjó í 12 mánuði og veiðigjöldin voru komin á, þannig að það var lítið eftir í kassanum til að fara í nýfjárfestingar og við vissum að Vinnslustöðin hafði verið að skoða að fara í nýsmíði og byggja upp fiskvinnsluna hjá sér.“ og bætti svo við: ,,Í árslok 2022 var ákveðið að Vinnslustöðin keypti félagið af okkur og héldi öllum störfunum hér. Það var aðal málið“. Ákvörðun fjölskyldunnar byggði því á að þau sáu ekki framtíðina fyrir sér í sjávarútvegi vegna hárra skatta á greinina. Þrátt fyrir jákvæðan rekstur nægði hann ekki til að efla og styrkja félagið vegna skattlagningar sem nú hefur verið tvöfölduð. Rekstur sjávarútvegs byggir á langtímasjónarmiðum Þótt húsakynni Leo Seafood væru ekki ný eða hagkvæm höfðu átt sér stað miklar endurbætur. Þá höfðu fiskvinnslutæki verið endurnýjuð til eflingar fiskvinnslunnar. Við gátum frestað kostnaðarsamri uppbyggingu í botnfiskfrystingu. Okkar ásetningur var að taka við keflinu og efla starfsemina. Hjá félaginu starfaði gott og öflugt fólk með mikla reynslu og þekkingu á fiskvinnslu. Við horfðum inn í framtíðina og ætluðum að halda í hendi okkar söltun á þorski og ufsa í Vinnslustöðinni auk hefðbundinnar frystingar og ferskfiskvinnslu í Leo Seafood. Ástæða þess að félagið vildi halda báðum vinnsluleiðum opnum er sú að Vinnslustöðin veiðir margar fisktegundir auk þess sem stærð fiskjar skiptir máli við val á vinnsluleið og markaðssetningu. Í því augnamiði höfðum við farið í endurbætur á húsnæði Leo Seafood sem snéru meðal annars að undirbúning að IFS vottun ásamt innleiðingu fullkomins rekjanleika í vinnslu með strikamerkingum afurða og fleiri þátta sem snúa að nútímavæðingu fiskvinnslu. Af langri sögu þekkjum við að tímabundið er einn markaður í lægð af ýmsum ástæðum en síðar hressist hann við. Allur farsæll rekstur, hvort heldur í sjávarútvegi eða öðrum rekstri, byggir á langtímasjónarmiðum en ekki skammtímasveiflum. Högg með hækkun skatta á sjávarútveg Ákvörðun um að loka Leo Seafood og segja upp starfsfólkinu byggir alfarið á samþykkt laga um hækkun skatta á sjávarútvegsfyrirtæki, svokölluðum veiðigjöldum. Hækkun þeirra nemur um 850 milljónum króna hjá Vinnslustöðinni á hverju ári þegar þau eru að fullu fram komin. Meðal hagnaður Óss og Leo Seafood sex ár fyrir kaupin (2018 – 2022) nam 430 milljónum króna. Hækkun veiðigjaldanna er því um tvöfaldur hagnaður félaganna. Öllum sem hafa smá innsýn í fjármál má því vera ljóst að höggið sem hækkun veiðigjaldanna veldur verður ekki mætt með öðru en niðurskurði á öðrum sviðum í starfsemi félagsins. Ákvörðun um að loka Leo Seafood Ákvörðunin var ekki einföld eða léttvæg því hún felur í sér margvíslega áhættu fyrir Vinnslustöðina sem og íslenskt samfélag sem eru þessar helstar: ·Með sölu afla á markaði og útflutningi á óunnum afla minnka tekjur á hvert kíló fyrir bæði fyrir Vinnslustöðina og íslenskt þjóðarbú. ·Við lokun tapast verðmæt þekking á rekstri fiskvinnslu á einu bretti sem tekur langan tíma og er kostnaðarsamt að byggja upp. ·Markaðssetning og viðskiptavinir inni á verðmætum mörkuðum tapast og langan tíma tekur að byggja upp traust og viðskipti á ný. ·Tæki og búnaður verður verðlítill ef notagildi þeirra hverfur. Beint fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar er umtalsvert. Leiðir út úr vandanum Líkt og við kynntum fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í vor þá á Vinnslustöðin nokkrar leiðir út úr vandanum vegna skattahækkana. ·Í fyrsta lagi verður félagið að hætta við öll framtíðaráform um nýfjárfestingar og endurbætur. ·Í öðru lagi að létta á skuldum og það höfum við gert með því að setja skip Óss, Þórunni Sveinsdóttur, á sölu. ·Í þriðja laga að fara í sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Lokun Leo Seafood er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Vinnslustöðin mun halda áfram. Hún mun leitast við vinna sig út úr þessum vanda. Að hluta til með því að leita leiða til samvinnu eða samstarfs við önnur fyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, með markaðssölu, vinnslu og markaðssetningu aflans. En eftir situr: ·sært fyrirtæki sem mun ekki geta staðið undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu með sama hætti og áður. ·atvinnulaust fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að hafa unnið hjá sjávarútvegsfyrirtæki. ·samfélag í Eyjum sem einkenndist af bjartsýni og krafti en breytist í kvíða og óvissu með framtíðina. Svona birtist hin nýja en sorglega atvinnustefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur fólki við sjávarsíðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar Vestmannaeyjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum RÚV,,af því að þessi veiðigjöld eru náttúrulega ekki komin til framkvæmda fyrr en á næsta ári“ og hins vegar að það gæti vel verið. Í nýlegu viðtali við mbl.is sagði hún ,,Veiðigjöld ein og sér eru ekki meginástæða þessara uppsagna“ og bætti síðar við að það sé ,,einsýnt að slík rekstrarleg ákvörðun eigi sér langan aðdraganda“. Víðir Reynisson tjáði sig einnig eftir forskrift stjórnarliða á vefmiðlinum eyjafréttir.is og sagði: „Uppsagnir hjá Leo Seafood eru því tæplega tengdar þessum breytingum beint.“ En lítum nú til nokkurra staðreynda, rekjum þær hér og útskýrum afleiðingarnar: Hættu vegna hárra veiðigjalda 2022 Fyrir tæpum þremur árum valdi fjölskylda Sigurjóns Óskarssonar Vinnslustöðina sem kaupanda að útgerð sinni og fiskvinnslu því hún treysti félaginu til að halda skipi, kvóta og vinnslu í bænum. Það var með gleði sem Vinnslustöðin tókst á hendur miklar skuldbindingar, bæði fjárhagslegar og samfélagslegar, nokkuð sem stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar gerði sér grein fyrir. Sjálf tók fjölskyldan mikla áhættu og nýtti andvirði sölunnar til uppbyggingar á landeldi í Vestmannaeyjum, sem er án vafa ein stærsta framkvæmd í Eyjum frá upphafi byggðar. Ástæða þess að fjölskyldan ákvað að hætta rekstri sínum á útgerð og fiskvinnslu lýsti Daði Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, í sjónvarpsþættinum Landanum(2:20 mín. – 3:20 mín) þann 25. maí síðastliðinn ,,Við vorum að fara að taka ákvörðun um það hvort við ættum að fara að byggja nýtt skip, fjárfesta í kvóta, af því að kvótastaðan var ekki nægjanleg til að halda skipinu á sjó í 12 mánuði og veiðigjöldin voru komin á, þannig að það var lítið eftir í kassanum til að fara í nýfjárfestingar og við vissum að Vinnslustöðin hafði verið að skoða að fara í nýsmíði og byggja upp fiskvinnsluna hjá sér.“ og bætti svo við: ,,Í árslok 2022 var ákveðið að Vinnslustöðin keypti félagið af okkur og héldi öllum störfunum hér. Það var aðal málið“. Ákvörðun fjölskyldunnar byggði því á að þau sáu ekki framtíðina fyrir sér í sjávarútvegi vegna hárra skatta á greinina. Þrátt fyrir jákvæðan rekstur nægði hann ekki til að efla og styrkja félagið vegna skattlagningar sem nú hefur verið tvöfölduð. Rekstur sjávarútvegs byggir á langtímasjónarmiðum Þótt húsakynni Leo Seafood væru ekki ný eða hagkvæm höfðu átt sér stað miklar endurbætur. Þá höfðu fiskvinnslutæki verið endurnýjuð til eflingar fiskvinnslunnar. Við gátum frestað kostnaðarsamri uppbyggingu í botnfiskfrystingu. Okkar ásetningur var að taka við keflinu og efla starfsemina. Hjá félaginu starfaði gott og öflugt fólk með mikla reynslu og þekkingu á fiskvinnslu. Við horfðum inn í framtíðina og ætluðum að halda í hendi okkar söltun á þorski og ufsa í Vinnslustöðinni auk hefðbundinnar frystingar og ferskfiskvinnslu í Leo Seafood. Ástæða þess að félagið vildi halda báðum vinnsluleiðum opnum er sú að Vinnslustöðin veiðir margar fisktegundir auk þess sem stærð fiskjar skiptir máli við val á vinnsluleið og markaðssetningu. Í því augnamiði höfðum við farið í endurbætur á húsnæði Leo Seafood sem snéru meðal annars að undirbúning að IFS vottun ásamt innleiðingu fullkomins rekjanleika í vinnslu með strikamerkingum afurða og fleiri þátta sem snúa að nútímavæðingu fiskvinnslu. Af langri sögu þekkjum við að tímabundið er einn markaður í lægð af ýmsum ástæðum en síðar hressist hann við. Allur farsæll rekstur, hvort heldur í sjávarútvegi eða öðrum rekstri, byggir á langtímasjónarmiðum en ekki skammtímasveiflum. Högg með hækkun skatta á sjávarútveg Ákvörðun um að loka Leo Seafood og segja upp starfsfólkinu byggir alfarið á samþykkt laga um hækkun skatta á sjávarútvegsfyrirtæki, svokölluðum veiðigjöldum. Hækkun þeirra nemur um 850 milljónum króna hjá Vinnslustöðinni á hverju ári þegar þau eru að fullu fram komin. Meðal hagnaður Óss og Leo Seafood sex ár fyrir kaupin (2018 – 2022) nam 430 milljónum króna. Hækkun veiðigjaldanna er því um tvöfaldur hagnaður félaganna. Öllum sem hafa smá innsýn í fjármál má því vera ljóst að höggið sem hækkun veiðigjaldanna veldur verður ekki mætt með öðru en niðurskurði á öðrum sviðum í starfsemi félagsins. Ákvörðun um að loka Leo Seafood Ákvörðunin var ekki einföld eða léttvæg því hún felur í sér margvíslega áhættu fyrir Vinnslustöðina sem og íslenskt samfélag sem eru þessar helstar: ·Með sölu afla á markaði og útflutningi á óunnum afla minnka tekjur á hvert kíló fyrir bæði fyrir Vinnslustöðina og íslenskt þjóðarbú. ·Við lokun tapast verðmæt þekking á rekstri fiskvinnslu á einu bretti sem tekur langan tíma og er kostnaðarsamt að byggja upp. ·Markaðssetning og viðskiptavinir inni á verðmætum mörkuðum tapast og langan tíma tekur að byggja upp traust og viðskipti á ný. ·Tæki og búnaður verður verðlítill ef notagildi þeirra hverfur. Beint fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar er umtalsvert. Leiðir út úr vandanum Líkt og við kynntum fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í vor þá á Vinnslustöðin nokkrar leiðir út úr vandanum vegna skattahækkana. ·Í fyrsta lagi verður félagið að hætta við öll framtíðaráform um nýfjárfestingar og endurbætur. ·Í öðru lagi að létta á skuldum og það höfum við gert með því að setja skip Óss, Þórunni Sveinsdóttur, á sölu. ·Í þriðja laga að fara í sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Lokun Leo Seafood er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Vinnslustöðin mun halda áfram. Hún mun leitast við vinna sig út úr þessum vanda. Að hluta til með því að leita leiða til samvinnu eða samstarfs við önnur fyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, með markaðssölu, vinnslu og markaðssetningu aflans. En eftir situr: ·sært fyrirtæki sem mun ekki geta staðið undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu með sama hætti og áður. ·atvinnulaust fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að hafa unnið hjá sjávarútvegsfyrirtæki. ·samfélag í Eyjum sem einkenndist af bjartsýni og krafti en breytist í kvíða og óvissu með framtíðina. Svona birtist hin nýja en sorglega atvinnustefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur fólki við sjávarsíðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar Vestmannaeyjar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun