Nýliðarnir byrja á góðum sigri Siggeir Ævarsson skrifar 5. september 2025 20:35 Oddur lék með Balingen í 7 og og alls 11 ár sem atvinnumaður í Þýskalandi en snéri heim til Þórs sumarið 2024. Vísir/Getty Tveir leikir fóru fram í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Þórs frá Akureyri fara vel af en liðið vann öruggan sigur á ÍR. Þá vann ÍBV eins marks sigur á HK. Þórsarar styrktu lið sitt rækilega fyrir síðasta tímabil í 1. deild og unnu deildina í kjölfarið. Meðal þeirra leikmanna sem snéru heim til Akureyrar voru þeir Oddur Grétarsson, sem hafði verið ellefu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi, og Þórður Tandri Ágústsson, sem lék þrjú tímabil með Stjörnunni. Þeir félagar voru markahæstir í kvöld með sex og fimm mörk en Nikola Radovanovic fór mikinn í marki Þórs og varði 20 skot. Bernard Kristján skoraði fyrsta mark kvöldsins fyrir ÍR en það var í eina skiptið sem gestirnir leiddu. Þórsarar náðu fljótt undirtökum í leiknum og leiddu í hálfleik með sjö mörkum, 16-9. ÍR-ingar klóruðu aðeins í bakkann í seinni hálfleik en Þórsarar unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 29-23. Markahæstur í liði ÍR var Baldur Fritz Bjarnason fimm mörk. Í hinum leik kvöldsins vann ÍBV eins marks sigur, 30-29, í leik sem varð æsispennandi undir lokin. Eyjamenn náðu upp góðu sex marka forskoti í seinni hálfleik, 25-19, en gestirnir komu heldur betur til baka og jöfnuðu metin í 28-28 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Heimamenn reyndust aðeins stöðugri á svellinu á lokasprettinum en Ívar Bessi Viðarsson skoraði sigurmarkið þegar mínúta var til leiksloka og þar við sat. Markahæstur í liði ÍBV var Dagur Arnarsson með sjö mörk en Haukur Ingi Hauksson skoraði átta fyrir HK. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Þórsarar styrktu lið sitt rækilega fyrir síðasta tímabil í 1. deild og unnu deildina í kjölfarið. Meðal þeirra leikmanna sem snéru heim til Akureyrar voru þeir Oddur Grétarsson, sem hafði verið ellefu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi, og Þórður Tandri Ágústsson, sem lék þrjú tímabil með Stjörnunni. Þeir félagar voru markahæstir í kvöld með sex og fimm mörk en Nikola Radovanovic fór mikinn í marki Þórs og varði 20 skot. Bernard Kristján skoraði fyrsta mark kvöldsins fyrir ÍR en það var í eina skiptið sem gestirnir leiddu. Þórsarar náðu fljótt undirtökum í leiknum og leiddu í hálfleik með sjö mörkum, 16-9. ÍR-ingar klóruðu aðeins í bakkann í seinni hálfleik en Þórsarar unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 29-23. Markahæstur í liði ÍR var Baldur Fritz Bjarnason fimm mörk. Í hinum leik kvöldsins vann ÍBV eins marks sigur, 30-29, í leik sem varð æsispennandi undir lokin. Eyjamenn náðu upp góðu sex marka forskoti í seinni hálfleik, 25-19, en gestirnir komu heldur betur til baka og jöfnuðu metin í 28-28 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Heimamenn reyndust aðeins stöðugri á svellinu á lokasprettinum en Ívar Bessi Viðarsson skoraði sigurmarkið þegar mínúta var til leiksloka og þar við sat. Markahæstur í liði ÍBV var Dagur Arnarsson með sjö mörk en Haukur Ingi Hauksson skoraði átta fyrir HK.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira