Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2025 19:58 Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og ritstjóri miðilsins Utan vallar. Vísir/@ghinfocus Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar. Fjárhættuspil Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar.
Fjárhættuspil Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira