„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 20:39 Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. „Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
„Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira