„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 12:31 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Bjarni Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar. Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar.
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira