Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 10:54 Öll spjót hafa staðið á Snorra Mássyni síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga. Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga.
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira