Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 10:09 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent