„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2025 09:20 Sigríður Andersen segir ekkert skrítið við það að þingmenn taki upp umræðu að utan, það geri baráttufólk fyrir réttindum trans fólks líka. Vísir/Einar Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Dagur og Sigríður tókust á í Bítinu á Bylgjunni um viðbrögð samfélagsins vegna viðtals Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, í vikunni þar sem þau ræddu hinsegin málefni. „Þetta var svona moldviðri, ég held það sé hægt að kalla það það,“ segir Sigríður og að eins væri hægt að kalla viðbrögðin „storm í vatnsglasi“. Hún segir þetta stundum gerast í íslenskri umræðu þegar eitthvað gerist. Fólk óttist að Snorri sé að ná til fólks með málflutningi sínum og því hafi það brugðist við með þessum hætti. „Viðbrögðin við þessum þætti keyrði algjörlega um þverbak,“ segir Sigríður og að það sé sérstaklega þannig því þetta er umræða um orðanotkun, umræðu og orðræðu. „Þetta er ekki um málefnið sjálft sem var verið að ræða,“ segir Sigríður og að frekar hafi verið að ræða hvaða orð Snorri hafi verið að nota. Sigríður segir með ólíkindum að fólk sem vilji ákveða hvaða orð eigi að nota hafi tekið sér ofboðslega stór orð í munn til þess að ráðast að þingmanninum. Þá eigi hún ekki við „virka í athugasemdum“ heldur þingmenn og ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafi til dæmis vísað til Snorra sem „geltandi kjána“ og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, hafi lagt fram tillögu gegn honum. Borgarstjórn samþykkti tillöguna síðar sem ein heild. Fólk sé að hópast gegn Snorra Sigríður segir að fólk sé að hópast gegn Snorra og henni finnist það miður að sjá slíka framkomu frá þingmönnum. Dagur segist hafa upplifað viðtalið við Snorra og Þorbjörgu þannig að hann væri kominn aftur til unglingsáranna. Hann sé um fimmtugt og þá hafi hann upplifað það reglulega í upphafi baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks að frumkvöðlum í baráttunni hafi verið stillt upp gegn talsmanni trúfélags. Dagur fjallaði um þetta í færslu eftir viðtalið sem vakti mikla athygli. „Það var látið að því liggja að þau væru ekki til, að tilvist þeirra byggði á þeirra eigin misskilningi og það var látið að því liggja að hommar sérstaklega væru hættulegir börnum. Þetta var svona ákveðið handrit sem maður man og rosalega margir muna eftir. Mér fannst við vera komin aftur á þennan tíma,“ segir Dagur, nema í skotlínunni hafi verið trans fólk sem sé enn minni hópur en sé á svipuðum stað í sinni réttindabaráttu og hommar og lesbíur voru á þessum tíma. Dagur segir þetta innflutta umræðu frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún sé hávær í hlaðvörpum þar og sé til þess gerð að grugga vatnið, hræra í því og reyna svo að fiska í því. „Mér finnst þetta billeg leið í pólitík. Miðflokkurinn segist vera íslenskur flokkur. Það er ekkert íslenskt við þetta. Þetta er innflutt umræða.“ Dagur B. Eggertsson Það sem sé vitað um þessa innfluttu umræðu um áhrifin í Bretlandi og Bandaríkjunum sé að tilvist trans barna og unglinga verði erfiðari. Hún sé flókin fyrir. Umræðan hafi áhrif á aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu og þess vegna hafi hann skömm af því að fara þessa leið. Spurður hvað nákvæmlega í orðum Snorra hann geri athugasemdir við svaraði Dagur því að í orðum Snorri felist það að hann setji raun spurningamerki við það að það sé til eitthvað sem heiti trans. Að það að vera trans sé hugmyndafræði. Dagur segir að þótt svo að það séu einhverjir vísindamenn sem mögulega deili um þetta þá sé það lítið hlutfall þeirra. Það geti ruglað fólk. „En þegar einhver veit betur og viljandi er að slá sér upp á kostnað mjög jaðarsetts hóps sem við vitum að lifir við mjög flókna tilveru, sem ungt fólk og fjölskyldur eru að fóta sig í, þá finnst mér það billegt, og mér finnst það ljótt, og svolítið illgjarnt.“ Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist líða eins og pólitíkin sé komin inn í heimilislíf og svefnherbergi fólks. Vísir/Anton Brink Pólitíkin í svefnherbergjum fólks Hann segir það góða við umræðuna í þessari viku að margir sem viti og kunni hafi stigið fram og birt upplýsingar sem sé upplýsandi og gagnlegt um áhrifin af slíkri umræðu. „Mér finnst pólitíkin þarna komin inn í heimilislífið og svefnherbergið hjá fólki… Við getum ekki verið að gera líf og tilvist fólks eitthvað til að slá okkur upp í pólitík,“ segir Dagur. Sigríður Andersen þessa „einræðu Dags“ merki um það lýðskrum sem hafi verið í umræðunni síðustu daga í kjölfar Kastljósþáttarins. Snorra séu gerðar upp skoðanir og ummæli og það sé ákaflega ósanngjarnt. Hvað varðar umræðu um trans fólk segir hún hana komna frá Bandaríkjunum. Það sé staðreynd að fólk geti fæðst með ódæmigerð kyneinkenni en það sé ágreiningur á milli vísindamanna hvað teljist sem ódæmigerð kyneinkenni. „Það er enginn að draga það í efa. Hvort sem menn kalla það intersex eða trans, ég læt það liggja á milli hluta. Það er enginn að draga það í efa og Snorri hefur ekki gert það.“ Sigríður segir þetta umræðu um umræðu sem á sér stað á Íslandi. Það sé verið að kenna í skólum um fjölbreytileika og einhverjir mikli þetta fyrir sér. Haldi að það sé stærra umfangs en það raunverulega er. Hún segir að það sem hún hafi fundið fyrir í þessari umræðu núna sé að það fari í taugarnar á einhverjum að þetta sé til umræðu í grunn- og leikskólum og að það séu „flögg út um allt“ en svo verði menn brjálaðir ef þeir sjái helgileik á aðventunni. „Það er eins og það megi ekki ræða meðferð sem menn sækja sér við ódæmigerðum einkennum.“ Þegar það eigi að skilgreina „ódæmigerð kyneinkenni“ mjög vítt þá sé ekki skrítið að menn vilji ræða hvaða meðferðir eru í boði, hvort þær séu fyrir börn eða bara fullorðnir. Þetta sé umræðan síðustu ár og margir í þessum geira vilji ekki að umræðan sé opinber. Hún fari fram inni í lokuðum teymum í stað þess að hún sé opin. „Þessi hugmyndafræði, þessi víðtæka skilning á ódæmigerðum kyneinkennum, það er lögð áhersla á að hún sé kynnt börnum,“ segir Sigríður spurð um það af hverju þessi umræða þurfi að vera opin. Þegar það eigi að kynna konseptið verði að kynna meðferðirnar líka. Sigríður segir furðulegt að leggja áherslu á þöggun í þessum málefnum, sérstaklega þegar sú áhersla kemur frá fólki sem leggur áherslu á málfrelsi og virðingu fyrir málefninu. Hún telur að „samblásturinn“ sem átti sér stað í vikunni hafi ekki verið til framdráttar þeim málstað sem trans fólk berst fyrir. Hann eigi rétt á sér og þurfi virðingu. „Regin misskilningurinn í þessari umræðu er sá að menn virðast ekki ná utan um þá hugsun að maður geti staðið með fólki í sinni baráttu og sínu vali en á sama tíma verið ósammála þeim. Þetta er furðulegt að fólk geti ekki náð utan um þessa meginhugmyndafræði í mannlegum samskiptum. Að maður geti verið ósammála fólki en samt virt rétt þeirra og ákvarðanir og jafnvel stutt það dyggilega,“ segir Sigríður. Miðflokksmenn leitist eftir því að vera fórnarlömb Dagur brást við þessu og sagði mikilvægt, í þessari umræðu, að ekki væri talað um tilvist fólks, trans barna og fólks, sem hugmyndafræði eða afstöðu eða skoðun sem fólk geti verið ósammála. Þetta snúist um að viðurkenna fjölbreytileika sem sé læknisfræðilegur, líffræðilegur, í náttúrunni og endurspeglast á mjög flókinn hátt í mannlífinu. Honum finnist talsmenn Miðflokksins leitast eftir því að vera í hlutverki fórnarlambs í umræðunni en noti á sama tíma frasa úr erlendri umræðu sem sé vitað að geti gruggað vatnið og geri fólk óöruggt. Sigríður greip fram í og sagði þetta ódýran málflutning. Dagur sagði að um leið og við setjum spurningamerki við tilvist fólks séum við ekki að styðja við þau og leitast við að finna lausnir fyrir þau og fjölskyldur þeirra. Enginn ágreiningur um að fólk megi vera eins og það vilji vera Sigríður segir engan ágreining um það að fólk geti verið eins og það vill. Það hafi verið samþykkt lög og reglugerðir um það. Þetta snúist ekki um það heldur um umræðuna um þessi mál og að hluti fólks sé andsnúinn því að fari fram. „Það þykir mér vont og ekki til framdráttar fyrir þennan málaflokk sem ég held að sé enn á þeim stað að það kalli á umræðu, eins og hefur verið erlendis um þennan málaflokk. Þessi öll hugtök. Þessi trans, hugmyndir um fjölmörg kyn án þess að það sé upplýst um það hversu mörg kyn nákvæmlega það eru. Þetta kemur allt frá útlöndum. Menn þurfa ekki að vera hissa á því að menn leiti til útlanda eftir hugmyndum, hugmyndafræði eða umræðupunktum. Það hefur fólk í trans heiminum gert líka og það er ekki óeðlilegt að þeir sem vilji ræða þau mál leiti líka til útlanda.“ Sigríður sagðist jafnframt hafa miklar áhyggjur af orðræðu í garð Snorra og málflutningi um að hann eigi ekki erindi í pólitík. Dagur sagði aftur það áhugaverð rök hjá Miðflokksmönnum að það sé verið að þagga niður í þeim þegar Snorri hefur verið í nokkrum viðtölum, auk Kastljóssins, nýlega um sömu málefni. „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur,“ sagði Sigríður þá ítrekað og að með umræðu sinni þaggaði hann frekar í „fólki í framtíðinni sem vilji taka þátt í umræðunni.“ Hinsegin Miðflokkurinn Samfylkingin Mannréttindi Heilbrigðismál Borgarstjórn Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Dagur og Sigríður tókust á í Bítinu á Bylgjunni um viðbrögð samfélagsins vegna viðtals Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, í vikunni þar sem þau ræddu hinsegin málefni. „Þetta var svona moldviðri, ég held það sé hægt að kalla það það,“ segir Sigríður og að eins væri hægt að kalla viðbrögðin „storm í vatnsglasi“. Hún segir þetta stundum gerast í íslenskri umræðu þegar eitthvað gerist. Fólk óttist að Snorri sé að ná til fólks með málflutningi sínum og því hafi það brugðist við með þessum hætti. „Viðbrögðin við þessum þætti keyrði algjörlega um þverbak,“ segir Sigríður og að það sé sérstaklega þannig því þetta er umræða um orðanotkun, umræðu og orðræðu. „Þetta er ekki um málefnið sjálft sem var verið að ræða,“ segir Sigríður og að frekar hafi verið að ræða hvaða orð Snorri hafi verið að nota. Sigríður segir með ólíkindum að fólk sem vilji ákveða hvaða orð eigi að nota hafi tekið sér ofboðslega stór orð í munn til þess að ráðast að þingmanninum. Þá eigi hún ekki við „virka í athugasemdum“ heldur þingmenn og ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafi til dæmis vísað til Snorra sem „geltandi kjána“ og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, hafi lagt fram tillögu gegn honum. Borgarstjórn samþykkti tillöguna síðar sem ein heild. Fólk sé að hópast gegn Snorra Sigríður segir að fólk sé að hópast gegn Snorra og henni finnist það miður að sjá slíka framkomu frá þingmönnum. Dagur segist hafa upplifað viðtalið við Snorra og Þorbjörgu þannig að hann væri kominn aftur til unglingsáranna. Hann sé um fimmtugt og þá hafi hann upplifað það reglulega í upphafi baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks að frumkvöðlum í baráttunni hafi verið stillt upp gegn talsmanni trúfélags. Dagur fjallaði um þetta í færslu eftir viðtalið sem vakti mikla athygli. „Það var látið að því liggja að þau væru ekki til, að tilvist þeirra byggði á þeirra eigin misskilningi og það var látið að því liggja að hommar sérstaklega væru hættulegir börnum. Þetta var svona ákveðið handrit sem maður man og rosalega margir muna eftir. Mér fannst við vera komin aftur á þennan tíma,“ segir Dagur, nema í skotlínunni hafi verið trans fólk sem sé enn minni hópur en sé á svipuðum stað í sinni réttindabaráttu og hommar og lesbíur voru á þessum tíma. Dagur segir þetta innflutta umræðu frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún sé hávær í hlaðvörpum þar og sé til þess gerð að grugga vatnið, hræra í því og reyna svo að fiska í því. „Mér finnst þetta billeg leið í pólitík. Miðflokkurinn segist vera íslenskur flokkur. Það er ekkert íslenskt við þetta. Þetta er innflutt umræða.“ Dagur B. Eggertsson Það sem sé vitað um þessa innfluttu umræðu um áhrifin í Bretlandi og Bandaríkjunum sé að tilvist trans barna og unglinga verði erfiðari. Hún sé flókin fyrir. Umræðan hafi áhrif á aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu og þess vegna hafi hann skömm af því að fara þessa leið. Spurður hvað nákvæmlega í orðum Snorra hann geri athugasemdir við svaraði Dagur því að í orðum Snorri felist það að hann setji raun spurningamerki við það að það sé til eitthvað sem heiti trans. Að það að vera trans sé hugmyndafræði. Dagur segir að þótt svo að það séu einhverjir vísindamenn sem mögulega deili um þetta þá sé það lítið hlutfall þeirra. Það geti ruglað fólk. „En þegar einhver veit betur og viljandi er að slá sér upp á kostnað mjög jaðarsetts hóps sem við vitum að lifir við mjög flókna tilveru, sem ungt fólk og fjölskyldur eru að fóta sig í, þá finnst mér það billegt, og mér finnst það ljótt, og svolítið illgjarnt.“ Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist líða eins og pólitíkin sé komin inn í heimilislíf og svefnherbergi fólks. Vísir/Anton Brink Pólitíkin í svefnherbergjum fólks Hann segir það góða við umræðuna í þessari viku að margir sem viti og kunni hafi stigið fram og birt upplýsingar sem sé upplýsandi og gagnlegt um áhrifin af slíkri umræðu. „Mér finnst pólitíkin þarna komin inn í heimilislífið og svefnherbergið hjá fólki… Við getum ekki verið að gera líf og tilvist fólks eitthvað til að slá okkur upp í pólitík,“ segir Dagur. Sigríður Andersen þessa „einræðu Dags“ merki um það lýðskrum sem hafi verið í umræðunni síðustu daga í kjölfar Kastljósþáttarins. Snorra séu gerðar upp skoðanir og ummæli og það sé ákaflega ósanngjarnt. Hvað varðar umræðu um trans fólk segir hún hana komna frá Bandaríkjunum. Það sé staðreynd að fólk geti fæðst með ódæmigerð kyneinkenni en það sé ágreiningur á milli vísindamanna hvað teljist sem ódæmigerð kyneinkenni. „Það er enginn að draga það í efa. Hvort sem menn kalla það intersex eða trans, ég læt það liggja á milli hluta. Það er enginn að draga það í efa og Snorri hefur ekki gert það.“ Sigríður segir þetta umræðu um umræðu sem á sér stað á Íslandi. Það sé verið að kenna í skólum um fjölbreytileika og einhverjir mikli þetta fyrir sér. Haldi að það sé stærra umfangs en það raunverulega er. Hún segir að það sem hún hafi fundið fyrir í þessari umræðu núna sé að það fari í taugarnar á einhverjum að þetta sé til umræðu í grunn- og leikskólum og að það séu „flögg út um allt“ en svo verði menn brjálaðir ef þeir sjái helgileik á aðventunni. „Það er eins og það megi ekki ræða meðferð sem menn sækja sér við ódæmigerðum einkennum.“ Þegar það eigi að skilgreina „ódæmigerð kyneinkenni“ mjög vítt þá sé ekki skrítið að menn vilji ræða hvaða meðferðir eru í boði, hvort þær séu fyrir börn eða bara fullorðnir. Þetta sé umræðan síðustu ár og margir í þessum geira vilji ekki að umræðan sé opinber. Hún fari fram inni í lokuðum teymum í stað þess að hún sé opin. „Þessi hugmyndafræði, þessi víðtæka skilning á ódæmigerðum kyneinkennum, það er lögð áhersla á að hún sé kynnt börnum,“ segir Sigríður spurð um það af hverju þessi umræða þurfi að vera opin. Þegar það eigi að kynna konseptið verði að kynna meðferðirnar líka. Sigríður segir furðulegt að leggja áherslu á þöggun í þessum málefnum, sérstaklega þegar sú áhersla kemur frá fólki sem leggur áherslu á málfrelsi og virðingu fyrir málefninu. Hún telur að „samblásturinn“ sem átti sér stað í vikunni hafi ekki verið til framdráttar þeim málstað sem trans fólk berst fyrir. Hann eigi rétt á sér og þurfi virðingu. „Regin misskilningurinn í þessari umræðu er sá að menn virðast ekki ná utan um þá hugsun að maður geti staðið með fólki í sinni baráttu og sínu vali en á sama tíma verið ósammála þeim. Þetta er furðulegt að fólk geti ekki náð utan um þessa meginhugmyndafræði í mannlegum samskiptum. Að maður geti verið ósammála fólki en samt virt rétt þeirra og ákvarðanir og jafnvel stutt það dyggilega,“ segir Sigríður. Miðflokksmenn leitist eftir því að vera fórnarlömb Dagur brást við þessu og sagði mikilvægt, í þessari umræðu, að ekki væri talað um tilvist fólks, trans barna og fólks, sem hugmyndafræði eða afstöðu eða skoðun sem fólk geti verið ósammála. Þetta snúist um að viðurkenna fjölbreytileika sem sé læknisfræðilegur, líffræðilegur, í náttúrunni og endurspeglast á mjög flókinn hátt í mannlífinu. Honum finnist talsmenn Miðflokksins leitast eftir því að vera í hlutverki fórnarlambs í umræðunni en noti á sama tíma frasa úr erlendri umræðu sem sé vitað að geti gruggað vatnið og geri fólk óöruggt. Sigríður greip fram í og sagði þetta ódýran málflutning. Dagur sagði að um leið og við setjum spurningamerki við tilvist fólks séum við ekki að styðja við þau og leitast við að finna lausnir fyrir þau og fjölskyldur þeirra. Enginn ágreiningur um að fólk megi vera eins og það vilji vera Sigríður segir engan ágreining um það að fólk geti verið eins og það vill. Það hafi verið samþykkt lög og reglugerðir um það. Þetta snúist ekki um það heldur um umræðuna um þessi mál og að hluti fólks sé andsnúinn því að fari fram. „Það þykir mér vont og ekki til framdráttar fyrir þennan málaflokk sem ég held að sé enn á þeim stað að það kalli á umræðu, eins og hefur verið erlendis um þennan málaflokk. Þessi öll hugtök. Þessi trans, hugmyndir um fjölmörg kyn án þess að það sé upplýst um það hversu mörg kyn nákvæmlega það eru. Þetta kemur allt frá útlöndum. Menn þurfa ekki að vera hissa á því að menn leiti til útlanda eftir hugmyndum, hugmyndafræði eða umræðupunktum. Það hefur fólk í trans heiminum gert líka og það er ekki óeðlilegt að þeir sem vilji ræða þau mál leiti líka til útlanda.“ Sigríður sagðist jafnframt hafa miklar áhyggjur af orðræðu í garð Snorra og málflutningi um að hann eigi ekki erindi í pólitík. Dagur sagði aftur það áhugaverð rök hjá Miðflokksmönnum að það sé verið að þagga niður í þeim þegar Snorri hefur verið í nokkrum viðtölum, auk Kastljóssins, nýlega um sömu málefni. „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur,“ sagði Sigríður þá ítrekað og að með umræðu sinni þaggaði hann frekar í „fólki í framtíðinni sem vilji taka þátt í umræðunni.“
Hinsegin Miðflokkurinn Samfylkingin Mannréttindi Heilbrigðismál Borgarstjórn Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira