Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2025 21:22 Max Dowman er þegar búinn að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, aðeins 15 ára gamall, og gæti spilað í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/David Price Federico Chiesa, Gabriel Jesus og Mathys Tel eru á meðal þeirra sem ekki fá að spila með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í haust, líkt og nýr leikmaður Chelsea. Leikmaður Arsenal gæti slegið aldursmet. Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira