Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar 2. september 2025 15:31 Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Píratar Mjódd Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar