Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2025 13:26 Chloe Malle tekur við Vogue veldinu. Jamie McCarthy/Getty Images Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“ Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“
Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira