Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar 1. september 2025 12:30 Gulur september er genginn í garð en þá beinum við athyglinni að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu. Ástæður þess eru margþættar og liggja í samspili félagslegra þátta, áfalla, sálræns vanda og líkamlegra veikinda. Það er þörf á að auka við sjálfsvígsforvarnir hjá eldra fólki. Áhættuþættir Rannsóknir benda til þess að ákveðnir áhættuþættir tengist aukinni sjálfsvígshættu hjá eldra fólki. Fyrst ber að nefna einmanaleika og félagslega einangrun. Við efri ár upplifa margir einmanaleika þegar félagsleg tengsl rofna svo sem við starfslok, makamissi eða missi samferðafólks. Þá eykst einnig tíðni líkamlegra veikinda eftir því sem fólk verður eldra en langvinnir sjúkdómar og krónískir verkir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og dregið úr þátttöku í samfélaginu. Algengur geðrænn vandi er vangreindur hjá eldra fólki en við aukna einangrun og slakari lífsgæði geta einkenni kvíða og depurðar aukist. Stundum eru þessi geðrænu einkenni rædd sem eðlilegir fylgikvillar öldrunar en í mörgum tilfellum er um að ræða vanda sem krefst viðeigandi meðferðar. Gamli skólinn Oft hefur verið rætt um að eldri kynslóðir hafi alist upp við að tjá ekki erfiðar tilfinningar, heldur að fara áfram á hnefanum og stinga tilfinningum ofan í næstu sokkaskúffu. Margt eldra fólk er alið upp við ákveðna orðræðu sem getur hamlað því að fólk leiti sér hjálpar. Svo sem: “Það á ekki að tala um tilfinningar” eða “maður á ekki að vera að kveinka sér”. Fólk með sjálfsvígshugsanir upplifir oft mikla skömm. Sumir telja hugsanirnar bera merki um veikleika og óttast jafnvel dóm annarra. Þetta veldur því að fólk opnar síður á líðan sína og leitar sér síður aðstoðar - jafnvel þegar líðan verður óbærileg. Svona orðræða lifir enn og viðheldur vanlíðan, þögn og skömm. Sjálfsvígshugsanir eru fyrst og fremst merki um sársauka og vanlíðan en ekki veikleika. Verndandi þættir Að þekkja verndandi þætti skiptir sköpum þegar markmiðið er að fækka sjálfsvígum. Félagsleg tengsl eru mjög mikilvæg. Að tengjast öðrum - hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir, vinir eða kunningjar getur dregið úr einmannaleika. Þá skiptir máli að finna tilgang og merkingu í lífinu svo sem með áhugamálum, einföldum daglegum venjum eða sjálfboðastarfi. Flest viljum við hafa hlutverk og því er mikilvægt að gera hluti sem gefa okkur tilgang. Þá má aldrei vanmeta mátt hreyfingar en hreyfing getur stuðlað að bættri líðan bæði andlegri og líkamlegri. Fyrir suma er trú á eitthvað æðra verndandi þáttur sem getur veitt von og styrk á erfiðum tímabilum í lífinu. Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig forvarnargildi. Það þurfa að vera til úrræði þar sem hægt er að fá aðstoð og viðeigandi meðferð og fólk þarf að þekkja þau. Hlutverk okkar allra Sjálfsvígsforvarnir eru ekki eingöngu á ábyrgð einstaklinga heldur samfélagsins í heild. Vitundarvakning og fræðsla er mikilvæg. Við þurfum ekki að vera hrædd við að spyrja okkar nánustu út í líðan þeirra eða hugsanir. Það getur skapað rými til að opna á vandann og fá viðeigandi hjálp. Við þurfum að draga úr fordómum með því að tala opinskátt um sjálfsvígshugsanir líkt og um önnur geðheilbrigðisvandamál. Þannig drögum við úr skömm og getum jafnvel bjargað mannslífum. Við getum dregið úr einangrun með því að skapa vettvang fyrir virkni og tengsl svo sem í félagsmiðstöðvum, kirkjum og félagasamtökum. Þá er mjög mikilvægt að veita aðstandendum stuðning. Fjölskylda og vinir þurfa fræðslu og úrræði til að geta verið til staðar fyrir sína nánustu. Píeta samtökin - það er alltaf von Píeta samtökin sinna sjálfsvígsforvörnum ásamt því að veita meðferð fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir og stuðning fyrir aðstandendur. Markmið Píeta er að bjóða upp á öruggt og heimilislegt umhverfi þar sem hægt er að opna á hugsanir og líðan og fá hjálp. Hægt er að hringja í hjálparsíma Píeta 552-2218 allan sólarhringinn og fá ráðgjöf eða bóka viðtal. Á hverju ári leita um 500 nýir skjólstæðingar til Píeta samtakanna. Langstærstur hluti þeirra sem leitar til samtakanna er ungt fólk. Eldra fólk er síður líklegt til að leita sér aðstoðar sem er áhyggjuefni í ljósi aukinnar sjálfsvígshættu meðal eldra fólks. Píeta leggur áherslu á að mæta öllum sem leita til samtakanna með hlýju og virðingu óháð aldri eða bakgrunni. Öll eru velkomin og það er alltaf heitt á könnunni. Segðu það upphátt Meginboðskapurinn er skýr: það er ekki veikleiki að viðurkenna vanlíðan. Það er mikill styrkur og krefst hugrekkis. Staðreyndin er sú að vandamálin stækka í þögninni. Því fyrr sem við tölum saman og leitum hjálpar því meiri líkur eru á að líðan batni og von kvikni á ný. Enginn ætti að þurfa að þjást í þögninni. Með samstilltu átaki, opnum samtölum og minni fordómum getum við sem samfélag búið til umhverfi sem stuðlar að góðum lífsgæðum óháð aldri þar sem öll geta lifað með reisn og fengið stuðning þegar þörf krefur. Ekki bera harm þinn í hljóði heldur segðu það upphátt. Höfundur er sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Gulur september er genginn í garð en þá beinum við athyglinni að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu. Ástæður þess eru margþættar og liggja í samspili félagslegra þátta, áfalla, sálræns vanda og líkamlegra veikinda. Það er þörf á að auka við sjálfsvígsforvarnir hjá eldra fólki. Áhættuþættir Rannsóknir benda til þess að ákveðnir áhættuþættir tengist aukinni sjálfsvígshættu hjá eldra fólki. Fyrst ber að nefna einmanaleika og félagslega einangrun. Við efri ár upplifa margir einmanaleika þegar félagsleg tengsl rofna svo sem við starfslok, makamissi eða missi samferðafólks. Þá eykst einnig tíðni líkamlegra veikinda eftir því sem fólk verður eldra en langvinnir sjúkdómar og krónískir verkir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og dregið úr þátttöku í samfélaginu. Algengur geðrænn vandi er vangreindur hjá eldra fólki en við aukna einangrun og slakari lífsgæði geta einkenni kvíða og depurðar aukist. Stundum eru þessi geðrænu einkenni rædd sem eðlilegir fylgikvillar öldrunar en í mörgum tilfellum er um að ræða vanda sem krefst viðeigandi meðferðar. Gamli skólinn Oft hefur verið rætt um að eldri kynslóðir hafi alist upp við að tjá ekki erfiðar tilfinningar, heldur að fara áfram á hnefanum og stinga tilfinningum ofan í næstu sokkaskúffu. Margt eldra fólk er alið upp við ákveðna orðræðu sem getur hamlað því að fólk leiti sér hjálpar. Svo sem: “Það á ekki að tala um tilfinningar” eða “maður á ekki að vera að kveinka sér”. Fólk með sjálfsvígshugsanir upplifir oft mikla skömm. Sumir telja hugsanirnar bera merki um veikleika og óttast jafnvel dóm annarra. Þetta veldur því að fólk opnar síður á líðan sína og leitar sér síður aðstoðar - jafnvel þegar líðan verður óbærileg. Svona orðræða lifir enn og viðheldur vanlíðan, þögn og skömm. Sjálfsvígshugsanir eru fyrst og fremst merki um sársauka og vanlíðan en ekki veikleika. Verndandi þættir Að þekkja verndandi þætti skiptir sköpum þegar markmiðið er að fækka sjálfsvígum. Félagsleg tengsl eru mjög mikilvæg. Að tengjast öðrum - hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir, vinir eða kunningjar getur dregið úr einmannaleika. Þá skiptir máli að finna tilgang og merkingu í lífinu svo sem með áhugamálum, einföldum daglegum venjum eða sjálfboðastarfi. Flest viljum við hafa hlutverk og því er mikilvægt að gera hluti sem gefa okkur tilgang. Þá má aldrei vanmeta mátt hreyfingar en hreyfing getur stuðlað að bættri líðan bæði andlegri og líkamlegri. Fyrir suma er trú á eitthvað æðra verndandi þáttur sem getur veitt von og styrk á erfiðum tímabilum í lífinu. Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig forvarnargildi. Það þurfa að vera til úrræði þar sem hægt er að fá aðstoð og viðeigandi meðferð og fólk þarf að þekkja þau. Hlutverk okkar allra Sjálfsvígsforvarnir eru ekki eingöngu á ábyrgð einstaklinga heldur samfélagsins í heild. Vitundarvakning og fræðsla er mikilvæg. Við þurfum ekki að vera hrædd við að spyrja okkar nánustu út í líðan þeirra eða hugsanir. Það getur skapað rými til að opna á vandann og fá viðeigandi hjálp. Við þurfum að draga úr fordómum með því að tala opinskátt um sjálfsvígshugsanir líkt og um önnur geðheilbrigðisvandamál. Þannig drögum við úr skömm og getum jafnvel bjargað mannslífum. Við getum dregið úr einangrun með því að skapa vettvang fyrir virkni og tengsl svo sem í félagsmiðstöðvum, kirkjum og félagasamtökum. Þá er mjög mikilvægt að veita aðstandendum stuðning. Fjölskylda og vinir þurfa fræðslu og úrræði til að geta verið til staðar fyrir sína nánustu. Píeta samtökin - það er alltaf von Píeta samtökin sinna sjálfsvígsforvörnum ásamt því að veita meðferð fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir og stuðning fyrir aðstandendur. Markmið Píeta er að bjóða upp á öruggt og heimilislegt umhverfi þar sem hægt er að opna á hugsanir og líðan og fá hjálp. Hægt er að hringja í hjálparsíma Píeta 552-2218 allan sólarhringinn og fá ráðgjöf eða bóka viðtal. Á hverju ári leita um 500 nýir skjólstæðingar til Píeta samtakanna. Langstærstur hluti þeirra sem leitar til samtakanna er ungt fólk. Eldra fólk er síður líklegt til að leita sér aðstoðar sem er áhyggjuefni í ljósi aukinnar sjálfsvígshættu meðal eldra fólks. Píeta leggur áherslu á að mæta öllum sem leita til samtakanna með hlýju og virðingu óháð aldri eða bakgrunni. Öll eru velkomin og það er alltaf heitt á könnunni. Segðu það upphátt Meginboðskapurinn er skýr: það er ekki veikleiki að viðurkenna vanlíðan. Það er mikill styrkur og krefst hugrekkis. Staðreyndin er sú að vandamálin stækka í þögninni. Því fyrr sem við tölum saman og leitum hjálpar því meiri líkur eru á að líðan batni og von kvikni á ný. Enginn ætti að þurfa að þjást í þögninni. Með samstilltu átaki, opnum samtölum og minni fordómum getum við sem samfélag búið til umhverfi sem stuðlar að góðum lífsgæðum óháð aldri þar sem öll geta lifað með reisn og fengið stuðning þegar þörf krefur. Ekki bera harm þinn í hljóði heldur segðu það upphátt. Höfundur er sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar