Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð 1. september 2025 08:45 Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Markmið hennar er að tryggja að uppbygging innviða sé markviss, samræmd og fjármögnuð. Hún er þannig grundvallartæki til að tengja saman framtíðarsýn, stefnumótun og fjármögnun í innviðauppbyggingu. Það hlýtur því að teljast ámælisvert þegar ráðherra gefur í skyn að samgönguáætlun sé fyrst og fremst pólitískt plagg sem megi breyta eftir hentugleikum eða jafnvel nota sem verkfæri í kjördæmapoti. Með slíkum málflutningi er dregið í efa að verkefnum sé raðað eftir faglegri og ígrundaðri forgangsröðun og gefið til kynna að fyrri ákvarðanir Alþingis skipti ekki máli þegar nýir ráðherrar kjósa að fara aðra leið. Dæmi um þetta má sjá í umræðunni um Fjarðarheiðargöng. Þau hafa verið hluti af samgönguáætlun frá árinu 2011, voru jafnframt inni í áætluninni árið 2016 og eru nú á gildandi samgönguáætlun, sem var samþykkt samhljóða á Alþingi með stuðningi allra flokka. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar með þeim hætti hlýtur almenningur og sveitarfélög að mega vænta þess að aðgerðir fylgi í kjölfarið. Það hlýtur einnig að vekja spurningar um traust sveitarfélaga gagnvart ríkinu þegar stjórnvöld sýna slíkan sveigjanleika í afstöðu sinni. Það er ekki trúverðugt að hrósa Múlaþingi fyrir farsæla sameiningu og lýsa henni sem fyrirmynd annarra, en ætla síðan ekki að standa við þau loforð sem voru grundvallarforsenda sameiningarinnar og staðfest í samgönguáætlun. Frá árinu 2013 hafa bókanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verið skýrar: næstu jarðgöng á Austurlandi skulu verða Fjarðarheiðargöng. Þau eru fyrsti áfangi í hringtengingu Austurlands – innviðaverkefni sem sambandið hefur kallað eftir í áratugi. Það er óásættanlegt að sveitarstjórnarráðherra, sem ber ábyrgð á samskiptum ríkis og sveitarfélaga, sýni sveitarstjórnum þá óvirðingu að hunsa samhljóða og langvarandi kröfur um forgangsröðun framkvæmda. Samgönguáætlun er ekki hugmyndaskjal sem má víkja til hliðar að hentugleikum. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins. Það er því lágmarkskrafa að hún sé virt og framkvæmd í samræmi við þann trúnað sem liggur til grundvallar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Markmið hennar er að tryggja að uppbygging innviða sé markviss, samræmd og fjármögnuð. Hún er þannig grundvallartæki til að tengja saman framtíðarsýn, stefnumótun og fjármögnun í innviðauppbyggingu. Það hlýtur því að teljast ámælisvert þegar ráðherra gefur í skyn að samgönguáætlun sé fyrst og fremst pólitískt plagg sem megi breyta eftir hentugleikum eða jafnvel nota sem verkfæri í kjördæmapoti. Með slíkum málflutningi er dregið í efa að verkefnum sé raðað eftir faglegri og ígrundaðri forgangsröðun og gefið til kynna að fyrri ákvarðanir Alþingis skipti ekki máli þegar nýir ráðherrar kjósa að fara aðra leið. Dæmi um þetta má sjá í umræðunni um Fjarðarheiðargöng. Þau hafa verið hluti af samgönguáætlun frá árinu 2011, voru jafnframt inni í áætluninni árið 2016 og eru nú á gildandi samgönguáætlun, sem var samþykkt samhljóða á Alþingi með stuðningi allra flokka. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar með þeim hætti hlýtur almenningur og sveitarfélög að mega vænta þess að aðgerðir fylgi í kjölfarið. Það hlýtur einnig að vekja spurningar um traust sveitarfélaga gagnvart ríkinu þegar stjórnvöld sýna slíkan sveigjanleika í afstöðu sinni. Það er ekki trúverðugt að hrósa Múlaþingi fyrir farsæla sameiningu og lýsa henni sem fyrirmynd annarra, en ætla síðan ekki að standa við þau loforð sem voru grundvallarforsenda sameiningarinnar og staðfest í samgönguáætlun. Frá árinu 2013 hafa bókanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verið skýrar: næstu jarðgöng á Austurlandi skulu verða Fjarðarheiðargöng. Þau eru fyrsti áfangi í hringtengingu Austurlands – innviðaverkefni sem sambandið hefur kallað eftir í áratugi. Það er óásættanlegt að sveitarstjórnarráðherra, sem ber ábyrgð á samskiptum ríkis og sveitarfélaga, sýni sveitarstjórnum þá óvirðingu að hunsa samhljóða og langvarandi kröfur um forgangsröðun framkvæmda. Samgönguáætlun er ekki hugmyndaskjal sem má víkja til hliðar að hentugleikum. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins. Það er því lágmarkskrafa að hún sé virt og framkvæmd í samræmi við þann trúnað sem liggur til grundvallar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun