Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 07:01 Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar