Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.
Tengdar fréttir

Verðbólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra greinenda
Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda?
Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.