Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 18:26 Frá björgunaraðgerð dagsins. Aðsend Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl á Seltjarnarnesi. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni. Í dagbók lögreglu er málsatvikum lýst svo að lögregla hafi brugðist við tilkynningu um kött sem var fastur í bíl af tegundinni Teslu. Þegar lögregla kom á vettvang hafi eigandi bifreiðarinnar verið búinn að taka hægra framhjólið af bifreiðinni ásamt innra bretti. „Heyra mátti mjálm koma úr bifreiðinni að framan verðu þar sem farangursrými bifreiðarinnar er,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu þar sem greint er frá verkefnum embættisins frá klukkan 5 og 17 í dag. Kötturinn fékk harðfisk.Aðsend Það segir að hlíf í farangursrými hafi verið fjarlægð svo að hægt væri að sjá köttinn. „Kettinum var gefin harðfiskur [svo] og hjálpaði það til við að róa köttinn svo hægt væri að ná honum úr bifreiðinni,“ skrifar lögreglan en verkefnið heyrði undir lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni. Óljóst sé hve lengi kötturinn hafi verið í bifreiðinni en farið var með hann á lögreglustöðina þar sem haft var upp á eigandanum og kettinum komið í réttar hendur. Atvikum er ekki lýst frekar í dagbók lögreglu. Vegfarandi sem gerði lögregluviðvart um málið segir í samtali við Vísi að kötturinn hafi verið eins og „algjört grey“ þegar honum var bjargað en hann hafi greinilega verið fastur inni í bílnum í langan tíma. Vegfarandinn segist hafa heyrt dularfullt mjálm á fimmtudag en aldrei komist að því hvaðan það kom, þrátt fyrir að hafa leitað víða. Það var ekki fyrr en um tveimur dögum síðar sem hann varð var við köttinn, sem var fastur inni í bílnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tesla Dýr Bílar Lögreglumál Kettir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Í dagbók lögreglu er málsatvikum lýst svo að lögregla hafi brugðist við tilkynningu um kött sem var fastur í bíl af tegundinni Teslu. Þegar lögregla kom á vettvang hafi eigandi bifreiðarinnar verið búinn að taka hægra framhjólið af bifreiðinni ásamt innra bretti. „Heyra mátti mjálm koma úr bifreiðinni að framan verðu þar sem farangursrými bifreiðarinnar er,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu þar sem greint er frá verkefnum embættisins frá klukkan 5 og 17 í dag. Kötturinn fékk harðfisk.Aðsend Það segir að hlíf í farangursrými hafi verið fjarlægð svo að hægt væri að sjá köttinn. „Kettinum var gefin harðfiskur [svo] og hjálpaði það til við að róa köttinn svo hægt væri að ná honum úr bifreiðinni,“ skrifar lögreglan en verkefnið heyrði undir lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni. Óljóst sé hve lengi kötturinn hafi verið í bifreiðinni en farið var með hann á lögreglustöðina þar sem haft var upp á eigandanum og kettinum komið í réttar hendur. Atvikum er ekki lýst frekar í dagbók lögreglu. Vegfarandi sem gerði lögregluviðvart um málið segir í samtali við Vísi að kötturinn hafi verið eins og „algjört grey“ þegar honum var bjargað en hann hafi greinilega verið fastur inni í bílnum í langan tíma. Vegfarandinn segist hafa heyrt dularfullt mjálm á fimmtudag en aldrei komist að því hvaðan það kom, þrátt fyrir að hafa leitað víða. Það var ekki fyrr en um tveimur dögum síðar sem hann varð var við köttinn, sem var fastur inni í bílnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tesla Dýr Bílar Lögreglumál Kettir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent