Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2025 13:50 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins segir að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu ríkisins sem er áætluð 850 milljónir á ári fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda. Eftir hækkunina eru veiðigjöld Vinnslustöðvarinnar áætluð 1.450 milljónir króna á ári.“ Frysting dugi ekki til Fyrsta skrefið hafi verið að stöðva allar fyrirhugaðar framkvæmdir og kaup á nýjum skipum. Það eitt og sér dugi ekki til og því þurfi að grípa til fleiri aðgerða. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hafi því ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Það sé erfið en nauðsynleg ákvörðun. Við breytingarnar þurfi félagið að grípa til uppsagna fimmtíu starfsmanna. Reksturinn verið erfiður „Fyrir utan hækkun veiðigjalda hafa gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna gert rekstur Leo Seafood erfiðan. Í tvö ár hefur verið unnið að hagræðingu sem hefur borið árangur en Leo Seafood er enn þá í taprekstri. Í kjölfar lokunar á Leo Seafood mun hluti þess fisks sem unninn var þar verða unninn í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar en jafnframt verður sala á markaði aukin.“ Áhrifin verði víðtæk og benda megi á að launakostnaður Leo Seafood hafi numið 550 milljónum króna á síðasta ári og ríkið og Vestmannaeyjabær verði af 122 milljónum við þessa aðgerð í formi útsvars og skatta. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins segir að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu ríkisins sem er áætluð 850 milljónir á ári fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda. Eftir hækkunina eru veiðigjöld Vinnslustöðvarinnar áætluð 1.450 milljónir króna á ári.“ Frysting dugi ekki til Fyrsta skrefið hafi verið að stöðva allar fyrirhugaðar framkvæmdir og kaup á nýjum skipum. Það eitt og sér dugi ekki til og því þurfi að grípa til fleiri aðgerða. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hafi því ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Það sé erfið en nauðsynleg ákvörðun. Við breytingarnar þurfi félagið að grípa til uppsagna fimmtíu starfsmanna. Reksturinn verið erfiður „Fyrir utan hækkun veiðigjalda hafa gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna gert rekstur Leo Seafood erfiðan. Í tvö ár hefur verið unnið að hagræðingu sem hefur borið árangur en Leo Seafood er enn þá í taprekstri. Í kjölfar lokunar á Leo Seafood mun hluti þess fisks sem unninn var þar verða unninn í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar en jafnframt verður sala á markaði aukin.“ Áhrifin verði víðtæk og benda megi á að launakostnaður Leo Seafood hafi numið 550 milljónum króna á síðasta ári og ríkið og Vestmannaeyjabær verði af 122 milljónum við þessa aðgerð í formi útsvars og skatta.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira