Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 14:45 FH og Víkingur unnu örugga sigra í gærkvöldi. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi, FH vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í Kaplakrika og Víkingur sótti 5-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðarkróki. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira