Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 17:30 Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög ASÍ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun