„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 12:48 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepp segir 63 vera á kjörskrá. Ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu í hreppnum. Aðsend Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira