Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 08:28 Slökkviliðsmenn bera særðan mann á börum úr rústum húss eftir harðar árásir Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Efrem Lukatsky Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent