Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 27. ágúst 2025 15:04 Maðurinn hitti Stefán Blackburn á krá skömmu fyrir ferðina til Þorlákshafnar. Vísir/Anton Brink Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið. Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið.
Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira