Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2025 07:42 Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi. EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent