Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“ Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira
Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“
Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira