Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 11:58 Þorgerður Katrín segir Íslandi alltaf hafa farnast best að fylgja líkt þenkjandi þjóðum. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu.
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57