Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 11:58 Þorgerður Katrín segir Íslandi alltaf hafa farnast best að fylgja líkt þenkjandi þjóðum. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu.
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57