Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun