Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2025 15:13 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor. Í tillögunni segir að fulltrúi Framsóknar leggi til að Skóla- og frístundasviði verði falið að flýta innleiðingu samræmds námsmats í 4. til 10. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið sé að tryggja að hægt sé með samræmdum hætti að meta stöðu og framfarir nemenda og auðvelda kennurum og foreldrum að styðja við nám barna í Reykjavík frá og með vori 2026. Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði og íslensku verði þannig ekki valkvæð heldur skylda frá 4. til 10. bekk frá og með vori 2026. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að tillögunni sé ætlað að flýta fyrir því að stöðuprófin verði tekin upp. Framsókn sé í grunninn hlynnt svokölluðum Matsferli, nýju námsmati Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Prófin megi ekki vera valkvæð Með tillögunni vilji borgarstjórnarflokkurinn skerpa á því að prófin verði tekin upp í öllum skólum Reykjavíkur strax næsta vor en eins og sakir standa verði prófin valkvæð. Nýjustu niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýni að ekki sé hægt að innleiða prófin í áföngum og hafa þau valkvæð, prófin þoli enga bið. „MMS fór með þetta í tilraunaverkefni í tuttugu sveitarfélögum, við teljum að það sé bara hægt að kýla á þetta,“ segir Einar. Hagsæld byggi á gæðum menntunar Í greinargerð með tillögunni segir að hagsæld þjóðarinnar til framtíðar grundvallist að miklu leyti á gæðum menntunar í landinu. Niðurstöður úr Pisa sýni að ríkt tilefni sé til þess að skerpa á viðbrögðum borgarinnar og auka árangur menntakerfisins. Brýnt sé að hefja strax mótun aðgerða sem komi til framkvæmda næsta vor. Á vettvangi menntamálaráðuneytisins hafi á undanförnum árum verið unnið að gerð samræmds námsmats í víðtæku samráði. Niðurstöður þeirrar vinnu hafi verið að leggja fram nýtt matsferli með það að markmiði að tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna og afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Lagt sé til að Reykjavíkurborg byggi áfram á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram um samræmt námsmat og geri stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði að skyldu fyrir 4. til 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Prófin hafi verið lögð fyrir í tilraunaskyni í á þriðja tug sveitarfélaga og því sé komin góð reynsla sem byggja má á. Í þeirri vinnu sem tillaga Framsóknar feli í sér þurfi sérstaklega að huga að því að: Aðferðafræði námsmats taki mið af fjölbreytileika skólaumhverfis í Reykjavík og mismunandi þörfum nemenda. Samræmi við menntastefnu borgarinnar verði tryggt, þannig að verkefnið styðji markmið hennar um jöfnuð, fagmennsku og aukna vellíðan í skólastarfi. Samráð verði haft við skólastjórnendur, kennara, foreldra og aðra fagaðila til að tryggja víðtæka þátttöku og traust til nýrra aðferða. „Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla námsframvindu allra barna í Reykjavík, tryggja að mat á námi og framförum sé gagnsætt og stuðli að umbótum, og leggja traustan grundvöll að langtímaárangri í íslensku menntakerfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í tillögunni segir að fulltrúi Framsóknar leggi til að Skóla- og frístundasviði verði falið að flýta innleiðingu samræmds námsmats í 4. til 10. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið sé að tryggja að hægt sé með samræmdum hætti að meta stöðu og framfarir nemenda og auðvelda kennurum og foreldrum að styðja við nám barna í Reykjavík frá og með vori 2026. Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði og íslensku verði þannig ekki valkvæð heldur skylda frá 4. til 10. bekk frá og með vori 2026. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að tillögunni sé ætlað að flýta fyrir því að stöðuprófin verði tekin upp. Framsókn sé í grunninn hlynnt svokölluðum Matsferli, nýju námsmati Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Prófin megi ekki vera valkvæð Með tillögunni vilji borgarstjórnarflokkurinn skerpa á því að prófin verði tekin upp í öllum skólum Reykjavíkur strax næsta vor en eins og sakir standa verði prófin valkvæð. Nýjustu niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýni að ekki sé hægt að innleiða prófin í áföngum og hafa þau valkvæð, prófin þoli enga bið. „MMS fór með þetta í tilraunaverkefni í tuttugu sveitarfélögum, við teljum að það sé bara hægt að kýla á þetta,“ segir Einar. Hagsæld byggi á gæðum menntunar Í greinargerð með tillögunni segir að hagsæld þjóðarinnar til framtíðar grundvallist að miklu leyti á gæðum menntunar í landinu. Niðurstöður úr Pisa sýni að ríkt tilefni sé til þess að skerpa á viðbrögðum borgarinnar og auka árangur menntakerfisins. Brýnt sé að hefja strax mótun aðgerða sem komi til framkvæmda næsta vor. Á vettvangi menntamálaráðuneytisins hafi á undanförnum árum verið unnið að gerð samræmds námsmats í víðtæku samráði. Niðurstöður þeirrar vinnu hafi verið að leggja fram nýtt matsferli með það að markmiði að tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna og afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Lagt sé til að Reykjavíkurborg byggi áfram á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram um samræmt námsmat og geri stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði að skyldu fyrir 4. til 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Prófin hafi verið lögð fyrir í tilraunaskyni í á þriðja tug sveitarfélaga og því sé komin góð reynsla sem byggja má á. Í þeirri vinnu sem tillaga Framsóknar feli í sér þurfi sérstaklega að huga að því að: Aðferðafræði námsmats taki mið af fjölbreytileika skólaumhverfis í Reykjavík og mismunandi þörfum nemenda. Samræmi við menntastefnu borgarinnar verði tryggt, þannig að verkefnið styðji markmið hennar um jöfnuð, fagmennsku og aukna vellíðan í skólastarfi. Samráð verði haft við skólastjórnendur, kennara, foreldra og aðra fagaðila til að tryggja víðtæka þátttöku og traust til nýrra aðferða. „Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla námsframvindu allra barna í Reykjavík, tryggja að mat á námi og framförum sé gagnsætt og stuðli að umbótum, og leggja traustan grundvöll að langtímaárangri í íslensku menntakerfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent