Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 13:50 Nú er unnið að því að fylla Vesturbæjarlaug. Gestum verður hleypt ofan í á morgun. Reykjavíkurborg Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12