Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 13:50 Nú er unnið að því að fylla Vesturbæjarlaug. Gestum verður hleypt ofan í á morgun. Reykjavíkurborg Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12