Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 12:02 Komandi kynslóðir eiga eftir að búa í breyttum heimi vegna hraðra loftslagsbreytinga af völdum manna. Hægt gengur að draga úr losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun miðað við nýjustu losunartölur. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Umhverfis- og orkustofnun birti nýjar bráðabirgðatölur um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2024 í dag. Þær benda til þess að margt þurfi að breytast og það hratt til þess að Íslandi standist skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu fyrir lok áratugsins. Þannig jókst svonefnd samfélagslosun, sem nær meðal annars yfir vegasamgöngur, landbúnað og sjávarútveg, um tvö prósent á milli ára, stóriðjunnar um 4,2 prósent og alþjóðaflugs um 3,2 prósent. Lítil breyting er á losun vegna landnotkunar á milli ára en hún þokaðist þó upp um 0,3 prósent. Frá árinu 2005 hefur samfélagslosun á Íslandi dregist saman um tæp átta prósent. Varfærið mat Umhverfis- og orkustofnunar bendir til þess að samdrátturinn miðað við það ár gæti náð 23 prósentum árið 2030. Það er víðsfjarri þeim 29 prósentum sem Ísland á að ná í eldra loftslagsmarkmiði sínu og 41 prósenti sem líklegt er að uppfært markmið kveði á um. Gætu þurft að kaupa heimildir fyrir rúma milljón tonna Horfurnar á því að Ísland standist alþjóðlegar skuldbindingar sínar í samfélagslosun eru ekki góðar samkvæmt bráðabirgðatölunum. Samkvæmt nýjum og uppfærðum tölum Umhverfis- og orkustofnunar var Ísland naumlega innan úthlutana árið 2021 en fór umfram þær árið 2022. Hallinn árið 2023 nam 303 þúsund tonnum. Framreikningar stofnunarinnar á þróun samfélagslosunarinnar til 2030 gera ráð fyrir vaxandi skuld gagnvart úthlutununum sem Ísland hefur líklega úr að spila. Ef íslensk stjórnvöld geta notað allan þann sveigjanleika sem mögulegt er að fá í losunarbókhaldinu fyrir árin 2021 til 2030 gætu þau þurft að kaupa losunarheimildir fyrir rúma 1,1 milljón tonna koltvísýringsígilda í heildina. Til samanburðar þurftu stjórnvöld að greiða um 350 milljónir króna til að gera upp 3,4 milljón tonna framúrkeyrslu á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Matið á mögulegri skuld nú er líklega varfærið því til þess að nýta allan þann sveigjanleika sem er í boði þurfa stjórnvöld að ná að draga saman losun vegna landnotkunar. Stofnunin telur ekki líkur á að sá samdráttur náist. Bráðabirgðamat stofnunarinnar á stöðunni byggir á þeirri forsendu að Ísland þurfi að draga úr samfélagslosun um 41 prósent miðað við losun ársins 2005. Það hefur þó ekki enn verið formlega staðfest þar sem viðræður Íslands og ESB standa enn yfir. Þá byggja framreiknuðu losunartölurnar aðeins á þeim aðgerðum í áætlun stjórnvalda sem hafa verið fjármagnaðar og eru í framkvæmd. Ekki er tekið til þeirra aðgerða sem eru lagðar fram í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem eru á hugmyndastigi en þær eru margar. Jarðhræringar sagðar ástæða aukinnar losunar í Svartsengi Samfélagslosun er sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda að ná böndum á. Hún jókst um 55 þúsund tonn í fyrra og nam 2,9 milljónum tonna koltvísýringsígilda í fyrra. Þar spilaði helst inn í vaxandi losun frá jarðvarmavirkjunum, fiskiskipum og fiskimjölsverksmiðjum. Meira en fjórðungs aukning í losun jarðvarmavirkjana í fyrra er fyrst og fremst rakin til orkuvers HS Orku í Svartsengi á Reykjanesi. Losun hennar jókst um rúm 43 þúsund tonn á milli ára. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir HS Orka að sterkar vísbendingar séu um að aukningin stafi af jarðhræringum í Svartsengi. Fyrirtækið geti ekkert sagt til um hvort losunin verði áfram svo há næstu árin eða ekki. Aukning sem varð í losun frá jarðvarmavirkjunum í fyrra stafaði nær öll frá orkuveri HS orku í Svartsengi. Fyrirtækið telur að það megi rekja til jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Losun fiskiskipa jókst um sjö prósent á milli ára jafnvel þó að keypt hafi verið minni olía á íslensk skip en árið á undan. Ástæðan er sögð fjöldi erlendra skipa sem landaði á Íslandi í fyrra. Fiskimjölsverksmiðjur losuðu 22 þúsund tonnum eða 62 prósent meira en árið 2022. Losun þeirra er afar sveiflukennd þar sem verksmiðjurnar kaupa skerðanlega raforku og reiða sig á jarðefnaeldsneyti ef framboðið er skert. Þannig dróst losun þeirra saman um 33 þúsund tonn eða 48 prósent á milli 2022 og 2023 sem var þá mesti samdráttur á sviði samfélagslosunar. Þá jókst eldsneytisbruni til raforkuframleiðslu um níu þúsund tonn eða 141 prósent á milli ára. Meira ekið, minna losað Góðu fréttirnar í samfélagslosun voru helstar þær að útblástur frá vegasamgöngum dróst saman um 23 þúsund tonn eða 2,5 prósent á milli ára jafnvel þó að bílaumferð hefði aukist. Þetta er í fyrsta skipti sem skýr samdráttur mælist í losun frá vegasamgöngum án utanaðkomandi áfalls eins og kórónuveirufaraldursins. Þetta er talið vísbending um að fjölgun bíla sem eru að öllu leyti eða að hluta knúnir með rafmagni sé byrjuð að hafa sín áhrif á losunartölurnar. Rafbílum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Það ásamt aukinni sparneytni jarðefnaeldsneytisknúinna bifreiða er væntalega ástæða þess að losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrra þrátt fyrir aukna umferð.Vísir/Vilhelm Bætt flokkun og minni urðun héldu áfram að draga úr losun frá úrgangi í fyrra og aðgerðir gegn notkun svokallaðra F-gasa sem eru notuð sem kælimiðlar en hafa mikil hlýnunaráhrif skila sínum árangri. Landbúnaður stóð svo gott sem í stað á milli ára. Sauðfé heldur áfram að fækka um fjögur prósent að meðaltali á ári frá 2016 en aukin áburðarnotkun át upp ávinning af þeirri fækkun í fyrra. Alþjóðaflugið aftur eins og fyrir faraldurinn Losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) nam 2,6 milljónum tonna í fyrra. Langstærstur hluti hennar er vegna stóriðjunnar sem losaði 1,9 milljónir tonna sem var aukning um 4,2 prósent frá árinu 2023. Mesta aukningin í losun í ETS-kerfinu í fyrra varð vegna framleiðsluaukningar í kísil- og kísilmálmverksmiðjum landsins. Hún nam 119 þúsund tonnum koltvísýringsígilda, um 29 prósent meira en árið 2023. Losun vegna hennar er nú komin í svipað horf og árið 2022 en hún dróst saman um fimmtung árið 2023 vegna samdráttar í framleiðslu. Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á alþjóðaflug frá 2020. Losun frá því er nú komin aftur í sömu hæðir og hún var fyrir faraldurinn.Vísir/Vilhelm Á sama tíma dróst losun frá álverunum saman um þrjú prósent á milli ára en hún hafði aukist um 3,6 prósent á milli 2022 og 2023. Um tuttugu þúsund tonnum meira var losað í alþjóðaflugi í fyrra en árið áður, 3,2 prósent aukning. Losunin er nú orðin sambærilega við þá sem var áður en kórónuveirufaraldurinn olli miklum röskunum á alþjóðasamgöngum. Sjóflutningar á milli landa komu í fyrsta skipti inn í ETS-kerfið í fyrra. Nam sú losun 88 þúsund tonnum. Aðeins losun þeirra skipafélaga sem eru skráð á Íslandi koma fram í þeim tölum. Þannig nær hún yfir losun Eimskipa en ekki Samskipa þar sem skip síðarnefnda félagsins eru skráð í Hollandi. Jafngildi nær allrar stóriðjulosunar þurrkast úr bókhaldinu Lítil breyting varð á losun vegna landnotkunar í fyrra en umtalsverðar umbætur eiga sér nú stað á losunartölunum sjálfum. Ástæðan er annars vegar nákvæmari gögn sem hafa fengist með rannsóknum og breytt skilgreining á því hvað telst land í nýtingu. Eftir umbætur sem voru gerðar á tölunum var losun vegna landnotkunar rúmum fimmtungi minni í júlí á þessu ári en í apríl árið 2023. Munurinn nemur rúmlega 1,7 milljónum tonna sem nálgast að vera jafnmikið og öll losun stóriðjunnar í fyrra. Stærsta breytingin á tölunum er vegna breyttra aðferða við að meta losun frá mólendi. Hún lækkaði um rúma milljón tonna frá 2023 til 2025 og um átján prósent hlutfallslega. Áður var gert ráð fyrir að losun frá beitilandi væri í jafnvægi en nú er nákvæmara mat lagt á það land út frá ástandi þess og grósku. Rannsóknir standa enn yfir en fyrstu vísbendingar eru að beitiland bindi meira kolefni en það losar. Þær niðurstöður gætu þó tekið breytingum þegar frekari niðurstöður fást á næstu árum. Framræst votlendi er innan mólendisflokksins en losun frá því er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ekkert votlendi endurheimt Hin stóra uppfærslan á tölum um landnotkun er í votlendisflokknum. Undir það fellur óraskað votlendi. Breytingin felst í því að beitilönd í votlendi eru ekki lengur skilgreind í nýtingu þar sem beitin er ekki talin hafa áhrif á vatnsstöðu í mýrum. Við þessa breytingu þurrkast losun frá votlendi á Íslandi nánast út. Hún dregst saman um 98 prósent, úr 702 þúsund tonnum í apríl 2023 í sautján þúsund tonn í júlí á þessu ári. Eftir stendur endurheimt votlendi og uppistöðulón í þeim flokki. Endurheimt votlendi á Hamraendum á Snæfellsnesi,Votlendissjóður Ekkert votlendi var endurheimt í fyrra. Dregið var úr starfsemi Votlendissjóðs, sem var stofnaður til að vinna að endurheimt votlendis, árið 2023, meðal annars vegna skorts á jörðum. Stöndumst líklega ekki skuldbindingar í landnotkun á þessum áratug Töluverð óvissa hefur verið um landnotkunarflokkinn og skuldbindingar í honum undanfarin ár. Á fyrra tímabili Parísarsamkomulagsins hefur regluverk ESB gert ráð fyrir að að ríki auki ekki losun vegna landnotkunar. Umhverfis- og orkustofnun áætlar nú að nettólosun verði ekki umfram bindingu á viðmiðunartímabilinu og því standist Ísland líklega skuldbindingar sínar þar. Á næsta tímabili samkomulagsins, frá 2026 til 2030, verður aftur á móti gerð krafa um að losun vegna landnotkunar dragist saman. ESB hefur sett sér markmið um fimmtán prósent samdrátt. Nú þegar aðeins rúmir fjórir mánuðir eru þar til tímabilið hefst liggur enn ekki fyrir hverjar skuldbindingar Íslands í þessum efnum verða þar sem íslensk og norsk stjórnvöld eiga enn í viðræðum við ESB um innleiðingu á reglugerðum sem þetta varðar. Útlit er sagt fyrir að Ísland nái ekki að standast skuldbindingar sínar um losun vegna landnotkunar til 20230. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðefnaeldsneyti Stóriðja Skipaflutningar Landbúnaður Sjávarútvegur Bílar Vistvænir bílar Orkumál Tengdar fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. 26. ágúst 2025 08:51 Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59 Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Umhverfis- og orkustofnun birti nýjar bráðabirgðatölur um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2024 í dag. Þær benda til þess að margt þurfi að breytast og það hratt til þess að Íslandi standist skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu fyrir lok áratugsins. Þannig jókst svonefnd samfélagslosun, sem nær meðal annars yfir vegasamgöngur, landbúnað og sjávarútveg, um tvö prósent á milli ára, stóriðjunnar um 4,2 prósent og alþjóðaflugs um 3,2 prósent. Lítil breyting er á losun vegna landnotkunar á milli ára en hún þokaðist þó upp um 0,3 prósent. Frá árinu 2005 hefur samfélagslosun á Íslandi dregist saman um tæp átta prósent. Varfærið mat Umhverfis- og orkustofnunar bendir til þess að samdrátturinn miðað við það ár gæti náð 23 prósentum árið 2030. Það er víðsfjarri þeim 29 prósentum sem Ísland á að ná í eldra loftslagsmarkmiði sínu og 41 prósenti sem líklegt er að uppfært markmið kveði á um. Gætu þurft að kaupa heimildir fyrir rúma milljón tonna Horfurnar á því að Ísland standist alþjóðlegar skuldbindingar sínar í samfélagslosun eru ekki góðar samkvæmt bráðabirgðatölunum. Samkvæmt nýjum og uppfærðum tölum Umhverfis- og orkustofnunar var Ísland naumlega innan úthlutana árið 2021 en fór umfram þær árið 2022. Hallinn árið 2023 nam 303 þúsund tonnum. Framreikningar stofnunarinnar á þróun samfélagslosunarinnar til 2030 gera ráð fyrir vaxandi skuld gagnvart úthlutununum sem Ísland hefur líklega úr að spila. Ef íslensk stjórnvöld geta notað allan þann sveigjanleika sem mögulegt er að fá í losunarbókhaldinu fyrir árin 2021 til 2030 gætu þau þurft að kaupa losunarheimildir fyrir rúma 1,1 milljón tonna koltvísýringsígilda í heildina. Til samanburðar þurftu stjórnvöld að greiða um 350 milljónir króna til að gera upp 3,4 milljón tonna framúrkeyrslu á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Matið á mögulegri skuld nú er líklega varfærið því til þess að nýta allan þann sveigjanleika sem er í boði þurfa stjórnvöld að ná að draga saman losun vegna landnotkunar. Stofnunin telur ekki líkur á að sá samdráttur náist. Bráðabirgðamat stofnunarinnar á stöðunni byggir á þeirri forsendu að Ísland þurfi að draga úr samfélagslosun um 41 prósent miðað við losun ársins 2005. Það hefur þó ekki enn verið formlega staðfest þar sem viðræður Íslands og ESB standa enn yfir. Þá byggja framreiknuðu losunartölurnar aðeins á þeim aðgerðum í áætlun stjórnvalda sem hafa verið fjármagnaðar og eru í framkvæmd. Ekki er tekið til þeirra aðgerða sem eru lagðar fram í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem eru á hugmyndastigi en þær eru margar. Jarðhræringar sagðar ástæða aukinnar losunar í Svartsengi Samfélagslosun er sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda að ná böndum á. Hún jókst um 55 þúsund tonn í fyrra og nam 2,9 milljónum tonna koltvísýringsígilda í fyrra. Þar spilaði helst inn í vaxandi losun frá jarðvarmavirkjunum, fiskiskipum og fiskimjölsverksmiðjum. Meira en fjórðungs aukning í losun jarðvarmavirkjana í fyrra er fyrst og fremst rakin til orkuvers HS Orku í Svartsengi á Reykjanesi. Losun hennar jókst um rúm 43 þúsund tonn á milli ára. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir HS Orka að sterkar vísbendingar séu um að aukningin stafi af jarðhræringum í Svartsengi. Fyrirtækið geti ekkert sagt til um hvort losunin verði áfram svo há næstu árin eða ekki. Aukning sem varð í losun frá jarðvarmavirkjunum í fyrra stafaði nær öll frá orkuveri HS orku í Svartsengi. Fyrirtækið telur að það megi rekja til jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Losun fiskiskipa jókst um sjö prósent á milli ára jafnvel þó að keypt hafi verið minni olía á íslensk skip en árið á undan. Ástæðan er sögð fjöldi erlendra skipa sem landaði á Íslandi í fyrra. Fiskimjölsverksmiðjur losuðu 22 þúsund tonnum eða 62 prósent meira en árið 2022. Losun þeirra er afar sveiflukennd þar sem verksmiðjurnar kaupa skerðanlega raforku og reiða sig á jarðefnaeldsneyti ef framboðið er skert. Þannig dróst losun þeirra saman um 33 þúsund tonn eða 48 prósent á milli 2022 og 2023 sem var þá mesti samdráttur á sviði samfélagslosunar. Þá jókst eldsneytisbruni til raforkuframleiðslu um níu þúsund tonn eða 141 prósent á milli ára. Meira ekið, minna losað Góðu fréttirnar í samfélagslosun voru helstar þær að útblástur frá vegasamgöngum dróst saman um 23 þúsund tonn eða 2,5 prósent á milli ára jafnvel þó að bílaumferð hefði aukist. Þetta er í fyrsta skipti sem skýr samdráttur mælist í losun frá vegasamgöngum án utanaðkomandi áfalls eins og kórónuveirufaraldursins. Þetta er talið vísbending um að fjölgun bíla sem eru að öllu leyti eða að hluta knúnir með rafmagni sé byrjuð að hafa sín áhrif á losunartölurnar. Rafbílum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Það ásamt aukinni sparneytni jarðefnaeldsneytisknúinna bifreiða er væntalega ástæða þess að losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrra þrátt fyrir aukna umferð.Vísir/Vilhelm Bætt flokkun og minni urðun héldu áfram að draga úr losun frá úrgangi í fyrra og aðgerðir gegn notkun svokallaðra F-gasa sem eru notuð sem kælimiðlar en hafa mikil hlýnunaráhrif skila sínum árangri. Landbúnaður stóð svo gott sem í stað á milli ára. Sauðfé heldur áfram að fækka um fjögur prósent að meðaltali á ári frá 2016 en aukin áburðarnotkun át upp ávinning af þeirri fækkun í fyrra. Alþjóðaflugið aftur eins og fyrir faraldurinn Losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) nam 2,6 milljónum tonna í fyrra. Langstærstur hluti hennar er vegna stóriðjunnar sem losaði 1,9 milljónir tonna sem var aukning um 4,2 prósent frá árinu 2023. Mesta aukningin í losun í ETS-kerfinu í fyrra varð vegna framleiðsluaukningar í kísil- og kísilmálmverksmiðjum landsins. Hún nam 119 þúsund tonnum koltvísýringsígilda, um 29 prósent meira en árið 2023. Losun vegna hennar er nú komin í svipað horf og árið 2022 en hún dróst saman um fimmtung árið 2023 vegna samdráttar í framleiðslu. Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á alþjóðaflug frá 2020. Losun frá því er nú komin aftur í sömu hæðir og hún var fyrir faraldurinn.Vísir/Vilhelm Á sama tíma dróst losun frá álverunum saman um þrjú prósent á milli ára en hún hafði aukist um 3,6 prósent á milli 2022 og 2023. Um tuttugu þúsund tonnum meira var losað í alþjóðaflugi í fyrra en árið áður, 3,2 prósent aukning. Losunin er nú orðin sambærilega við þá sem var áður en kórónuveirufaraldurinn olli miklum röskunum á alþjóðasamgöngum. Sjóflutningar á milli landa komu í fyrsta skipti inn í ETS-kerfið í fyrra. Nam sú losun 88 þúsund tonnum. Aðeins losun þeirra skipafélaga sem eru skráð á Íslandi koma fram í þeim tölum. Þannig nær hún yfir losun Eimskipa en ekki Samskipa þar sem skip síðarnefnda félagsins eru skráð í Hollandi. Jafngildi nær allrar stóriðjulosunar þurrkast úr bókhaldinu Lítil breyting varð á losun vegna landnotkunar í fyrra en umtalsverðar umbætur eiga sér nú stað á losunartölunum sjálfum. Ástæðan er annars vegar nákvæmari gögn sem hafa fengist með rannsóknum og breytt skilgreining á því hvað telst land í nýtingu. Eftir umbætur sem voru gerðar á tölunum var losun vegna landnotkunar rúmum fimmtungi minni í júlí á þessu ári en í apríl árið 2023. Munurinn nemur rúmlega 1,7 milljónum tonna sem nálgast að vera jafnmikið og öll losun stóriðjunnar í fyrra. Stærsta breytingin á tölunum er vegna breyttra aðferða við að meta losun frá mólendi. Hún lækkaði um rúma milljón tonna frá 2023 til 2025 og um átján prósent hlutfallslega. Áður var gert ráð fyrir að losun frá beitilandi væri í jafnvægi en nú er nákvæmara mat lagt á það land út frá ástandi þess og grósku. Rannsóknir standa enn yfir en fyrstu vísbendingar eru að beitiland bindi meira kolefni en það losar. Þær niðurstöður gætu þó tekið breytingum þegar frekari niðurstöður fást á næstu árum. Framræst votlendi er innan mólendisflokksins en losun frá því er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ekkert votlendi endurheimt Hin stóra uppfærslan á tölum um landnotkun er í votlendisflokknum. Undir það fellur óraskað votlendi. Breytingin felst í því að beitilönd í votlendi eru ekki lengur skilgreind í nýtingu þar sem beitin er ekki talin hafa áhrif á vatnsstöðu í mýrum. Við þessa breytingu þurrkast losun frá votlendi á Íslandi nánast út. Hún dregst saman um 98 prósent, úr 702 þúsund tonnum í apríl 2023 í sautján þúsund tonn í júlí á þessu ári. Eftir stendur endurheimt votlendi og uppistöðulón í þeim flokki. Endurheimt votlendi á Hamraendum á Snæfellsnesi,Votlendissjóður Ekkert votlendi var endurheimt í fyrra. Dregið var úr starfsemi Votlendissjóðs, sem var stofnaður til að vinna að endurheimt votlendis, árið 2023, meðal annars vegna skorts á jörðum. Stöndumst líklega ekki skuldbindingar í landnotkun á þessum áratug Töluverð óvissa hefur verið um landnotkunarflokkinn og skuldbindingar í honum undanfarin ár. Á fyrra tímabili Parísarsamkomulagsins hefur regluverk ESB gert ráð fyrir að að ríki auki ekki losun vegna landnotkunar. Umhverfis- og orkustofnun áætlar nú að nettólosun verði ekki umfram bindingu á viðmiðunartímabilinu og því standist Ísland líklega skuldbindingar sínar þar. Á næsta tímabili samkomulagsins, frá 2026 til 2030, verður aftur á móti gerð krafa um að losun vegna landnotkunar dragist saman. ESB hefur sett sér markmið um fimmtán prósent samdrátt. Nú þegar aðeins rúmir fjórir mánuðir eru þar til tímabilið hefst liggur enn ekki fyrir hverjar skuldbindingar Íslands í þessum efnum verða þar sem íslensk og norsk stjórnvöld eiga enn í viðræðum við ESB um innleiðingu á reglugerðum sem þetta varðar. Útlit er sagt fyrir að Ísland nái ekki að standast skuldbindingar sínar um losun vegna landnotkunar til 20230.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðefnaeldsneyti Stóriðja Skipaflutningar Landbúnaður Sjávarútvegur Bílar Vistvænir bílar Orkumál Tengdar fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. 26. ágúst 2025 08:51 Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59 Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. 26. ágúst 2025 08:51
Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03