Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2025 10:01 Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar