Innlent

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur við Ingólfs­fjall

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Litlu mátti muna að harður árekstur hefði orðið.
Litlu mátti muna að harður árekstur hefði orðið. Aðsend

Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð.

María Ashley Marteinsdóttir var í bíl með móður sinni og tveimur börnum á leið upp í bústað þegar bíll sem var á leið í öfuga átt var hársbreidd frá því að aka framan á bíl hennar.

„Við vorum að keyra við Ingólfsfjall, og þú sérð ekkert voða langt fram á veginn, þannig allt í einu er þessi bíll mættur, og þá voru allt í einu bara þrír bílar á tveimur akreinum,“ segir hún.

„Það er ekkert grín að vera á 90 kílómetra hraða og lenda í þessu. Ég var líka með tvö börn í bílnum.“

„Ég vona bara að aðilinn sem ók hinum bílnum sjái þetta og hugsi sinn gang. Þetta er ágæt áminning um að fara varlega í umferðinni,“ segir María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×