„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 08:59 Davíð Smári Lamude með bikarinn eftirsótta í baksýn. Sýn Sport „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“ Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki