Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 22. ágúst 2025 08:02 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun