Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun