Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Samfylkingin Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar