Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 14:33 Nú, fjórum árum eftir að talíbanar tóku völd í Afganistan í ágúst 2021, hafa afganskar konur og stúlkur verið sviptar öllum helstu grundvallarmannréttindum sínum. Þar með talið réttinn til menntunar, vinnu, ferðafrelsis og þátttöku í opinberu lífi. Með hverri nýrri tilskipun eru afganskar konur útilokaðar enn frekar frá samfélaginu - og nánast þurrkaðar út af opinberum vettvangi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið að jafnrétti, hefur tekið saman tíu staðreyndir um stöðu kvenna í Afganistan – sem kölluð hefur verið alvarlegasta kvenréttindakreppa í heiminum - og hefur áhrif á líf þeirra 21 milljón kvenna sem þar búa. 1. Bann á menntun kvenna í Afganistan skapar kynslóð kvenna sem elst upp án menntunnar Stúlkum er bannað að halda áfram skólagöngu eftir 13 ára aldur og konum meinað að ganga í háskóla. Afleiðing bannsins er að 80% ungra afganskra kvenna á aldrinum 18 til 29 ára stunda hvorki bóknámné iðnnám. 2. Í Afganistan er kynjamunur á vinnumarkaði sá mesti í heiminum Efnahagsástandið í Afganistan er bágt og konur jafnt sem karlar eiga í erfiðleikum með að finna fasta vinnu. Töluverður kynjamunur er þó á atvinnumarkaði. Aðeins 1 af hverjum 4 konum er í vinnu eða virkri atvinnuleit, samanborið við næstum 90% karla. Þetta er engin tilviljun. Talíbanar hafa gefið út tilskipanir sem meina konum að vinna í geirum sem áður buðu upp á atvinnutækifæri, svo sem í opinbera geiranum, ýmis störf fyrir innlend og alþjóðleg félagasamtök og á snyrtistofum. 3. Heilsa afganskra kvenna fer versnandi Árið 2026 er gert ráð fyrir að menntunarbann stúlkna verði til þess að tíðni þvingaðra barnahjónabanda aukist um 25% , fæðingartíðni meðal unglingsstúlkna aukist um 45% og að tíðni mæðradauða aukist um að minnsta kosti 50%. Núverandi ástand í Afganistan hefur haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði kvenna sem greina frá vaxandi kvíða, vonleysi og örvæntingu. 4. Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku ekki til staðar Talíbanastjórnin er eingöngu skipuð körlum. Konur hafa vísvitandi verið útilokaðar frá öllum stigum stjórnmálalegrar ákvarðanatöku. 5. Konum er meinaður aðgangur að almenningsrýmum Þar á meðal eru rými eins og almenningsgarðar, íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. 6. Konur eru útsettari fyrir kynbundnu ofbeldi Ekki hefur verið hægt að safna gögnum um kynbundið ofbeldi í Afganistan á öruggan eða áreiðanlegan hátt undir núverandi stjórn. Þó benda frásagnir kvenna til þess að ástandið hafi versnað gríðarlega á síðustu fjórum árum. Samhliða því hefur þjónusta við þolendur verið verulega skert sem og lagaleg vernd. 7. Þrátt fyrir stríðslok upplifa fæstar konur sig öruggar Afganskar konur halda áfram að greina frá áhyggjum af eigin öryggi vegna stefnu talíbana og vegna aðgerða sem hafa skapað andrúmsloft sem einkennist af ótta og óöryggi. 8. Talíbanar hafa útnefnt 3.300 karla sem sjá um að framfylgja takmörkunum á líf kvenna Fyrirmælin eru sett fram í svokölluðum siðferðislögum sem sett voru í ágúst 2024 og eiga að stuðla að útbreiðslu dyggða og um leið vera vörn gegn löstum. Kannanir sýna að fjölskyldur og samfélög framfylgja nú takmörkunum á frelsi kvenna í samræmi við lögin. 9. Brottvísun Afgana frá Íran og Pakistan hefur áhrif á stöðu kvenna í Afganistan Afganistan stendur nú þegar frammi fyrir einni alvarlegustu mannúðarkrísu heims þar sem áhrif átaka, fátækt og náttúruhamfarir koma verst niður á konum og stúlkum. Það sem af er ári hefur fleiri en 1,7 milljónum Afgana verið brottvísað frá Pakistan og Íran – mörg þeirra nauðug. Konur og stúlkur eru þriðjungur þeirra sem snúa aftur frá Íran og helmingur þeirra sem snúa aftur frá Pakistan. Þær standa frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þar með talið fátækt, þvinguðum barnahjónaböndum, ofbeldi og misnotkun. 10. Alþjóðlegur niðurskurður skerðir starfsemi kvenrekinna félagasamtaka Alþjóðlegur niðurskurður í fjárveitingum til mannúðar- og hjálparstarfs ógnar þeirri takmörkuðu starfsemi sem kvenrekin félagasamtök halda nú úti. Þau hafa gegnt lykilhlutverki í að veita þjónustu til kvenna og stúlkna, skrá mannréttindabrot og viðhalda samstöðu og tengslaneti meðal kvenna. Í könnun á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna frá mars 2025 kom fram að af 207 samtökum sem tóku þátt, höfðu 40% þurft að leggja niður öll verkefni sem reiddu sig á alþjóðleg fjárframlög. Þrátt fyrir þetta halda afganskar konur áfram að finna leiðir til að byggja upp samfélag, reka fyrirtæki, þjónusta konur í neyð, skrá mannréttindabrot og koma mannúðaraðstoð til þeirra er þurfa. Afganskar konur sýna þannig þrautseigju og hugrekki í verki daglega. Þær hafa ekki gefist upp og krefjast þess að við gefumst ekki upp heldur! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, fjórum árum eftir að talíbanar tóku völd í Afganistan í ágúst 2021, hafa afganskar konur og stúlkur verið sviptar öllum helstu grundvallarmannréttindum sínum. Þar með talið réttinn til menntunar, vinnu, ferðafrelsis og þátttöku í opinberu lífi. Með hverri nýrri tilskipun eru afganskar konur útilokaðar enn frekar frá samfélaginu - og nánast þurrkaðar út af opinberum vettvangi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið að jafnrétti, hefur tekið saman tíu staðreyndir um stöðu kvenna í Afganistan – sem kölluð hefur verið alvarlegasta kvenréttindakreppa í heiminum - og hefur áhrif á líf þeirra 21 milljón kvenna sem þar búa. 1. Bann á menntun kvenna í Afganistan skapar kynslóð kvenna sem elst upp án menntunnar Stúlkum er bannað að halda áfram skólagöngu eftir 13 ára aldur og konum meinað að ganga í háskóla. Afleiðing bannsins er að 80% ungra afganskra kvenna á aldrinum 18 til 29 ára stunda hvorki bóknámné iðnnám. 2. Í Afganistan er kynjamunur á vinnumarkaði sá mesti í heiminum Efnahagsástandið í Afganistan er bágt og konur jafnt sem karlar eiga í erfiðleikum með að finna fasta vinnu. Töluverður kynjamunur er þó á atvinnumarkaði. Aðeins 1 af hverjum 4 konum er í vinnu eða virkri atvinnuleit, samanborið við næstum 90% karla. Þetta er engin tilviljun. Talíbanar hafa gefið út tilskipanir sem meina konum að vinna í geirum sem áður buðu upp á atvinnutækifæri, svo sem í opinbera geiranum, ýmis störf fyrir innlend og alþjóðleg félagasamtök og á snyrtistofum. 3. Heilsa afganskra kvenna fer versnandi Árið 2026 er gert ráð fyrir að menntunarbann stúlkna verði til þess að tíðni þvingaðra barnahjónabanda aukist um 25% , fæðingartíðni meðal unglingsstúlkna aukist um 45% og að tíðni mæðradauða aukist um að minnsta kosti 50%. Núverandi ástand í Afganistan hefur haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði kvenna sem greina frá vaxandi kvíða, vonleysi og örvæntingu. 4. Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku ekki til staðar Talíbanastjórnin er eingöngu skipuð körlum. Konur hafa vísvitandi verið útilokaðar frá öllum stigum stjórnmálalegrar ákvarðanatöku. 5. Konum er meinaður aðgangur að almenningsrýmum Þar á meðal eru rými eins og almenningsgarðar, íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. 6. Konur eru útsettari fyrir kynbundnu ofbeldi Ekki hefur verið hægt að safna gögnum um kynbundið ofbeldi í Afganistan á öruggan eða áreiðanlegan hátt undir núverandi stjórn. Þó benda frásagnir kvenna til þess að ástandið hafi versnað gríðarlega á síðustu fjórum árum. Samhliða því hefur þjónusta við þolendur verið verulega skert sem og lagaleg vernd. 7. Þrátt fyrir stríðslok upplifa fæstar konur sig öruggar Afganskar konur halda áfram að greina frá áhyggjum af eigin öryggi vegna stefnu talíbana og vegna aðgerða sem hafa skapað andrúmsloft sem einkennist af ótta og óöryggi. 8. Talíbanar hafa útnefnt 3.300 karla sem sjá um að framfylgja takmörkunum á líf kvenna Fyrirmælin eru sett fram í svokölluðum siðferðislögum sem sett voru í ágúst 2024 og eiga að stuðla að útbreiðslu dyggða og um leið vera vörn gegn löstum. Kannanir sýna að fjölskyldur og samfélög framfylgja nú takmörkunum á frelsi kvenna í samræmi við lögin. 9. Brottvísun Afgana frá Íran og Pakistan hefur áhrif á stöðu kvenna í Afganistan Afganistan stendur nú þegar frammi fyrir einni alvarlegustu mannúðarkrísu heims þar sem áhrif átaka, fátækt og náttúruhamfarir koma verst niður á konum og stúlkum. Það sem af er ári hefur fleiri en 1,7 milljónum Afgana verið brottvísað frá Pakistan og Íran – mörg þeirra nauðug. Konur og stúlkur eru þriðjungur þeirra sem snúa aftur frá Íran og helmingur þeirra sem snúa aftur frá Pakistan. Þær standa frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þar með talið fátækt, þvinguðum barnahjónaböndum, ofbeldi og misnotkun. 10. Alþjóðlegur niðurskurður skerðir starfsemi kvenrekinna félagasamtaka Alþjóðlegur niðurskurður í fjárveitingum til mannúðar- og hjálparstarfs ógnar þeirri takmörkuðu starfsemi sem kvenrekin félagasamtök halda nú úti. Þau hafa gegnt lykilhlutverki í að veita þjónustu til kvenna og stúlkna, skrá mannréttindabrot og viðhalda samstöðu og tengslaneti meðal kvenna. Í könnun á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna frá mars 2025 kom fram að af 207 samtökum sem tóku þátt, höfðu 40% þurft að leggja niður öll verkefni sem reiddu sig á alþjóðleg fjárframlög. Þrátt fyrir þetta halda afganskar konur áfram að finna leiðir til að byggja upp samfélag, reka fyrirtæki, þjónusta konur í neyð, skrá mannréttindabrot og koma mannúðaraðstoð til þeirra er þurfa. Afganskar konur sýna þannig þrautseigju og hugrekki í verki daglega. Þær hafa ekki gefist upp og krefjast þess að við gefumst ekki upp heldur! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun