Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:31 Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt. Þrátt fyrir þetta er viðvarandi tilhneiging að líta á velferð barna sem "mjúkt mál" , eitthvað sem er fallegt og gott, en ekki brýnt. Velferð barna er ennfremur oftar en ekki römmuð inn sem kostnaður frekar en raunveruleg fjárfesting. Sú hugsun er úrelt og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið allt. Wall Street og barnavernd, ólíklegir bandamenn Í London, New York og Toronto er eitthvað merkilegt að gerast. Fjárfestingarbankar og lífeyrissjóðir eru farnir að selja og kaupa „social impact bonds," skuldabréf sem byggja á sparnaði opinberra aðila vegna snemmtækrar íhlutunar í líf barna. Goldman Sachs fjárfestingabankinn, sem varla er þekktur fyrir mannúðarstarfsemi, fjárfesti nýlega í verkefni sem kennir ungum foreldrum foreldrafærni. Af hverju? Vegna þess að bankinn fær sjö dollara til baka fyrir hvern dollara sem hann fjárfestir. Þessir aðilar hafa reiknað dæmið til enda: Að fjárfesta í sex ára barni er betri fjárfesting en að borga fyrir flókinn vanda sextán ára unglings. Kúlulánin sem við tökum ár hvert Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar eyða hlutfallslega miklum tíma í að yfirfara endurskoðaðar fjárhagsáætlanir, þriggja mánaða uppgjör, hálfsársuppgjör, ársuppgjör. Í því samhengi er áhugavert að velta fram þeirri staðreynd að um 55–60% af útgjöldum sveitarfélaga renna í þjónustu við börn og fjölskyldur. Sjaldan er hins vegar varið tíma í að greina hvað raunverulega drífur þessi útgjöld og vaxandi þörf áfram. Raunin er sú að við erum að taka kúlulán. Þegar sex ára barn sýnir merki um kvíða eða félagslega einangrun og við bregðumst ekki við, erum við í raun að skrifa undir lánssamning, lán sem samfélagið þarf að greiða með vöxtum eftir tíu ár. Tölurnar tala sínu máli: Kostnaðurinn við eitt barn sem lendir í alvarlegum vanda getur hlaupið á tugum milljóna. Sérnám, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, barnavernd og jafnvel fangelsisvist. Til samanburðar getur snemmtæk íhlutun kostað um 24.000 krónur í ákveðnum tilvikum. Þetta er ekki flókin stærðfræði. Andleg líðan barna sem fjárhagslegur mælikvarði Hér er róttæk tillaga: Hvað ef við myndum endurskoða fjárhagsáætlanir opinberra aðila út frá andlegri líðan barna, ekki aðeins krónum og aurum? Við mælum nú þegar allt mögulegt: skuldir sem hlutfall af tekjum, veltufé frá rekstri, eiginfjárhlutfall. En við mælum ekki kerfisbundið hvernig börnum líður í samhengi við fjárhagsáætlanir, þótt líðan barna sé einn helsti drifkraftur framtíðarútgjalda ríkis og sveitarfélaga. Ímyndum okkur að sveitarstjórnir fengju mánaðarlega skýrslu: „Kvíði meðal 6. bekkinga hefur aukist um 15%. Ef ekki er gripið inn í mun þetta hafa í för með sér árlegan kostnað fyrir sveitarfélagið að upphæð 45 milljóna næstu fimm árin." Foreldrafærni og hundar Í dag þykir ekki samfélagslega ásættanlegt að fá sér hund og sleppa því að fara á hvolpanámskeið. Sveitarfélagið gefur afslátt af hundagjöldum ef þú sýnir fram á að um menntaðan hvolpaeiganda sé að ræða. Af hverju? Vegna þess að vel þjálfaðir hundar valda minna veseni og kosta samfélagið minna. En eignist þú barn, sem er stærsta og flóknasta verkefni lífsins, þá er ekkert námskeið. Engin fræðsla. Engin sérstök hvatning til að mennta þig í foreldrahlutverkinu. Þó rannsóknir sýni að foreldrafærninámskeið geti skilað samfélaginu 7–15 földum ávinningi fyrir hverja krónu sem fjárfest er. Hvað ef við gæfum foreldrum skattaafslátt eða afslátt af leikskólagjöldum fyrir að sækja slík námskeið? Hvað ef við fjárfestum í foreldrum eins og við fjárfestum í... hundaeigendum? Pólitík sem hugsar lengra en til næstu kosninga Ef þetta er svona einfalt, af hverju er þá þessi hugsun ekki komin lengra? Vandamálið er að snemmtæk íhlutun skilar sér sjaldnast innan eins kjörtímabils. Ráðherrar eða bæjarstjórar sem fjárfesta í sex ára börnum í dag muna ekki uppskera ávinning fyrr en löngu eftir næstu kosningar. Hins vegar er þetta prófraun raunverulegra leiðtoga. Pólitískur leiðtogi er reiðubúinn að planta trjám sem viðkomandi mun líklega aldrei sjá fullvaxta. Hann þorir að taka ákvarðanir sem eru samfélaginu til heilla, þó það þýði að næsta ríkisstjórn eða næsti bæjarstjóri muni uppskera árangurinn. Valið er einfalt Titill greinarinnar er ögrandi af ásetningi. Við stöndum frammi fyrir einföldu vali: Fjárfesta í fyrstu bekkingum eða borga fyrir flóknari úrræði og jafnvel fangavörslu síðar. Þetta er ekki tilfinningamál, þótt tilfinningar skipti vissulega máli. Þetta er fjárhagslegur veruleiki. Stærstu fjárfestingabankar heims hafa reiknað dæmið og niðurstaðan er að snemmtæk íhlutun er ein besta fjárfestingin sem völ er á. Spurningin er hvort við Íslendingar tökum mark á útreikningum Wall Street. Hvort við hættum að flokka velferð barna sem „mjúkt mál" og förum að sjá það sem það er, mikilvægasta fjárfestingartækifæri þjóðarinnar. Við getum haldið áfram að safna kúlulánum og vonað að einhver annar borgi brúsann. Reikningurinn kemur alltaf. Spurningin er bara hvenær við viljum borga hann og hve dýru verði. Við getum valið að fjárfesta í farsæld, eða greiða fyrir afleiðingarnar. Hjördís Eva Þórðardóttir er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Rekstur hins opinbera Hjördís Eva Þórðardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt. Þrátt fyrir þetta er viðvarandi tilhneiging að líta á velferð barna sem "mjúkt mál" , eitthvað sem er fallegt og gott, en ekki brýnt. Velferð barna er ennfremur oftar en ekki römmuð inn sem kostnaður frekar en raunveruleg fjárfesting. Sú hugsun er úrelt og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið allt. Wall Street og barnavernd, ólíklegir bandamenn Í London, New York og Toronto er eitthvað merkilegt að gerast. Fjárfestingarbankar og lífeyrissjóðir eru farnir að selja og kaupa „social impact bonds," skuldabréf sem byggja á sparnaði opinberra aðila vegna snemmtækrar íhlutunar í líf barna. Goldman Sachs fjárfestingabankinn, sem varla er þekktur fyrir mannúðarstarfsemi, fjárfesti nýlega í verkefni sem kennir ungum foreldrum foreldrafærni. Af hverju? Vegna þess að bankinn fær sjö dollara til baka fyrir hvern dollara sem hann fjárfestir. Þessir aðilar hafa reiknað dæmið til enda: Að fjárfesta í sex ára barni er betri fjárfesting en að borga fyrir flókinn vanda sextán ára unglings. Kúlulánin sem við tökum ár hvert Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar eyða hlutfallslega miklum tíma í að yfirfara endurskoðaðar fjárhagsáætlanir, þriggja mánaða uppgjör, hálfsársuppgjör, ársuppgjör. Í því samhengi er áhugavert að velta fram þeirri staðreynd að um 55–60% af útgjöldum sveitarfélaga renna í þjónustu við börn og fjölskyldur. Sjaldan er hins vegar varið tíma í að greina hvað raunverulega drífur þessi útgjöld og vaxandi þörf áfram. Raunin er sú að við erum að taka kúlulán. Þegar sex ára barn sýnir merki um kvíða eða félagslega einangrun og við bregðumst ekki við, erum við í raun að skrifa undir lánssamning, lán sem samfélagið þarf að greiða með vöxtum eftir tíu ár. Tölurnar tala sínu máli: Kostnaðurinn við eitt barn sem lendir í alvarlegum vanda getur hlaupið á tugum milljóna. Sérnám, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, barnavernd og jafnvel fangelsisvist. Til samanburðar getur snemmtæk íhlutun kostað um 24.000 krónur í ákveðnum tilvikum. Þetta er ekki flókin stærðfræði. Andleg líðan barna sem fjárhagslegur mælikvarði Hér er róttæk tillaga: Hvað ef við myndum endurskoða fjárhagsáætlanir opinberra aðila út frá andlegri líðan barna, ekki aðeins krónum og aurum? Við mælum nú þegar allt mögulegt: skuldir sem hlutfall af tekjum, veltufé frá rekstri, eiginfjárhlutfall. En við mælum ekki kerfisbundið hvernig börnum líður í samhengi við fjárhagsáætlanir, þótt líðan barna sé einn helsti drifkraftur framtíðarútgjalda ríkis og sveitarfélaga. Ímyndum okkur að sveitarstjórnir fengju mánaðarlega skýrslu: „Kvíði meðal 6. bekkinga hefur aukist um 15%. Ef ekki er gripið inn í mun þetta hafa í för með sér árlegan kostnað fyrir sveitarfélagið að upphæð 45 milljóna næstu fimm árin." Foreldrafærni og hundar Í dag þykir ekki samfélagslega ásættanlegt að fá sér hund og sleppa því að fara á hvolpanámskeið. Sveitarfélagið gefur afslátt af hundagjöldum ef þú sýnir fram á að um menntaðan hvolpaeiganda sé að ræða. Af hverju? Vegna þess að vel þjálfaðir hundar valda minna veseni og kosta samfélagið minna. En eignist þú barn, sem er stærsta og flóknasta verkefni lífsins, þá er ekkert námskeið. Engin fræðsla. Engin sérstök hvatning til að mennta þig í foreldrahlutverkinu. Þó rannsóknir sýni að foreldrafærninámskeið geti skilað samfélaginu 7–15 földum ávinningi fyrir hverja krónu sem fjárfest er. Hvað ef við gæfum foreldrum skattaafslátt eða afslátt af leikskólagjöldum fyrir að sækja slík námskeið? Hvað ef við fjárfestum í foreldrum eins og við fjárfestum í... hundaeigendum? Pólitík sem hugsar lengra en til næstu kosninga Ef þetta er svona einfalt, af hverju er þá þessi hugsun ekki komin lengra? Vandamálið er að snemmtæk íhlutun skilar sér sjaldnast innan eins kjörtímabils. Ráðherrar eða bæjarstjórar sem fjárfesta í sex ára börnum í dag muna ekki uppskera ávinning fyrr en löngu eftir næstu kosningar. Hins vegar er þetta prófraun raunverulegra leiðtoga. Pólitískur leiðtogi er reiðubúinn að planta trjám sem viðkomandi mun líklega aldrei sjá fullvaxta. Hann þorir að taka ákvarðanir sem eru samfélaginu til heilla, þó það þýði að næsta ríkisstjórn eða næsti bæjarstjóri muni uppskera árangurinn. Valið er einfalt Titill greinarinnar er ögrandi af ásetningi. Við stöndum frammi fyrir einföldu vali: Fjárfesta í fyrstu bekkingum eða borga fyrir flóknari úrræði og jafnvel fangavörslu síðar. Þetta er ekki tilfinningamál, þótt tilfinningar skipti vissulega máli. Þetta er fjárhagslegur veruleiki. Stærstu fjárfestingabankar heims hafa reiknað dæmið og niðurstaðan er að snemmtæk íhlutun er ein besta fjárfestingin sem völ er á. Spurningin er hvort við Íslendingar tökum mark á útreikningum Wall Street. Hvort við hættum að flokka velferð barna sem „mjúkt mál" og förum að sjá það sem það er, mikilvægasta fjárfestingartækifæri þjóðarinnar. Við getum haldið áfram að safna kúlulánum og vonað að einhver annar borgi brúsann. Reikningurinn kemur alltaf. Spurningin er bara hvenær við viljum borga hann og hve dýru verði. Við getum valið að fjárfesta í farsæld, eða greiða fyrir afleiðingarnar. Hjördís Eva Þórðardóttir er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun