Rússar halda árásum áfram Auðun Georg Ólafsson skrifar 21. ágúst 2025 10:18 Árásir voru meðal annars framdar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Þessi mynd var tekin í dag og sýnir skemmdir í borginni. EPA/MYKOLA TYS Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21