Rússar halda árásum áfram Auðun Georg Ólafsson skrifar 21. ágúst 2025 10:18 Árásir voru meðal annars framdar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Þessi mynd var tekin í dag og sýnir skemmdir í borginni. EPA/MYKOLA TYS Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21