Rússar halda árásum áfram Auðun Georg Ólafsson skrifar 21. ágúst 2025 10:18 Árásir voru meðal annars framdar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Þessi mynd var tekin í dag og sýnir skemmdir í borginni. EPA/MYKOLA TYS Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21