Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Agnar Már Másson skrifar 21. ágúst 2025 13:53 „Það getur enginn orðið hissa þó að Guðmundur Ingi sé þágufallssjúkur. Það er nú meira en hver annar Íslendingurinn,“ segir Jóhannes Gísli málfræðingur um málfar ráðherrans. Hann bendir þó á að kannski sé meira ætlast af menntamálaráðherra. Vísir/Einar Málfarsvillur menntamálaráðherra hafa vakið hneykslan nokkurra Bylgjuhlustenda í dag. Í viðtali segir hann meðal annars „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart enda sé þetta útbreitt málfar en væntanlega geri almenningur ríkari kröfur til menntamálaráðherra. Ráðherrann kveðst sjálfur hafa litlar áhyggjur af málfari sínu, hann sé of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu. Málfar Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni hefur verið gagnrýnt af hinum ýmsu málfarsriddurum á samfélagsmiðlum í dag. Sigurður Guðni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skrifar færslu á Facebook þar sem hann gerir athugasemd við að ráðherrann hafi sagt „mér hlakkar til“ frekar en „ég hlakka til“. Gengur Sigurður svo langt að segja mál ráðherrans í útvarpsviðtalinu vera „jafn óskiljanlegt“ og ávarp ráðherrans á fundi með kennurum sinn fyrsta embættisdag í vetur, þar sem hann flutti ræðu á ensku fyrir framan kennara, sem gekk brösuglega. Sú ræða vakti mikla athygli. „Ráðherrann veit ekki hvort hann eða honum hlakkar til jólanna,“ bætir Sigurður við. Umrætt dæmi kemur fyrir undir blálok viðtalsins. Inni á síðunni Málvöndunarþættinum bendir Helga Sigurðardóttir á fleiri málfarsfrávik. Kvaðst hún „orðlaus“ eftir að hafa hlustað á viðtalið. „Hvað eftir annað sagði hann ,,ég vill” og oftar en einu sinni talaði hann um „einkanir“,“ skrifar hún. Ekki leið að löngu þar til stjörnumálfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson tjáði sig og tók upp hanskann fyrir Guðmund. Hann skrifar undir færslu Helgu að ráðherrann tali „væntanlega bara það mál sem hann hefur alist upp við og hefur lengi verið algengt í landinu“. Prófessorinn hefur lengi talað fyrir því að fólk hætti að leiðrétta málfarsvillur sem þessar. „Ef ég hefði áhyggjur af því þá myndi ég ekki tala neitt“ Guðmundur Ingi sagðist ekki hafa séð umræddar færslur þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Ráðherrann kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu spurður út í þessi málfarsfrávik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því hvort ég tali rétt eða rangt. Hvernig ég tala, ef ég hefði áhyggjur af því þá myndi ég ekki tala neitt,“ segir hann. „Ég vil bara einbeita mér að því hvernig við hjálpum börnunum, eflum læsi og lesskilning svo drengirnir detti ekki út úr skólum.“ Spurður út í misáreiðanlega ábendingu sem blaðamanni barst um að ráðherrann sækti mögulega tungumálakennslu þessa dagana neitar hann því. „Nei, ég hef ekki tíma í það,“ svarar Guðmundur, sem segist vera of upptekinn við að „reyna að koma hlutunum í lag í menntakerfinu.“ Þarf ekki að koma á óvart að ráðherrann sé þágufallssjúkur Flestar eru þetta fremur algengar málfarsvillur en fréttastofa setti sig í samband við Jóhannes Gísla Jónsson, prófessor í málvísindum sem hefur meðal annars rannsakað þágufallssýki, til að spyrja hann út í málið. „Þágufallssýkin er mjög útbreidd,“ segir Jóhannes Gísli í samtali við fréttastofu og vísar hann þar til þess að ráðherra segi „mér hlakkar til“ frekar en „ég hlakka til“. Í raun finnast dæmi um þessa svokölluðu sýki í skriflegum heimildum frá 19. öld. „Þannig að það getur enginn orðið hissa þó að Guðmundur Ingi sé þágufallssjúkur. Það er nú meira en hver annar Íslendingurinn,“ bætir málfræðingur við. „En fólk tekur eftir þessu þegar þetta er menntamálaráðherra og kannski er ætlast aðeins meira af menntamálaráðherra heldur en öðrum í þjóðfélaginu.“ Í máli barna er til dæmis þágufallssýki, sem er nú einnig kölluð „þágufallshneigð“, í sögninni að hlakka talsvert algengari en hitt samkvæmt málfarsrannsóknum. Í raun virðist minnihluti beygja frumlagið „rétt“ (nefnifalli) heldur nota flestir ýmist þolfall eða þágufall. „Ég vill“ er líka útbreitt að sögn Jóhannesar Gísla, sem vill þó ekki fullyrða um aldur þessa málfarsfráviks. Hvað „einkanir“ varðar kveðst Jóhannes Gísli ekki treysta sér til að tjá sig um algegni þess. Það kemur honum tiltölulega spánskt fyrir sjónir. Þó finnst 151 dæmi um „einkanir“ inni á Tímarit.is, hið elsta frá árinu 1909. Það hefur þó þótt rangt mál af mörgum. Árið 1920 skrifaði Tíminn að „einkanir“ væri bögumæli. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00 Áður en íslenskan leysist upp Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr. 13. maí 2025 11:02 Íslenskan í athugasemdakerfum Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: "NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ 1. júní 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Málfar Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni hefur verið gagnrýnt af hinum ýmsu málfarsriddurum á samfélagsmiðlum í dag. Sigurður Guðni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skrifar færslu á Facebook þar sem hann gerir athugasemd við að ráðherrann hafi sagt „mér hlakkar til“ frekar en „ég hlakka til“. Gengur Sigurður svo langt að segja mál ráðherrans í útvarpsviðtalinu vera „jafn óskiljanlegt“ og ávarp ráðherrans á fundi með kennurum sinn fyrsta embættisdag í vetur, þar sem hann flutti ræðu á ensku fyrir framan kennara, sem gekk brösuglega. Sú ræða vakti mikla athygli. „Ráðherrann veit ekki hvort hann eða honum hlakkar til jólanna,“ bætir Sigurður við. Umrætt dæmi kemur fyrir undir blálok viðtalsins. Inni á síðunni Málvöndunarþættinum bendir Helga Sigurðardóttir á fleiri málfarsfrávik. Kvaðst hún „orðlaus“ eftir að hafa hlustað á viðtalið. „Hvað eftir annað sagði hann ,,ég vill” og oftar en einu sinni talaði hann um „einkanir“,“ skrifar hún. Ekki leið að löngu þar til stjörnumálfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson tjáði sig og tók upp hanskann fyrir Guðmund. Hann skrifar undir færslu Helgu að ráðherrann tali „væntanlega bara það mál sem hann hefur alist upp við og hefur lengi verið algengt í landinu“. Prófessorinn hefur lengi talað fyrir því að fólk hætti að leiðrétta málfarsvillur sem þessar. „Ef ég hefði áhyggjur af því þá myndi ég ekki tala neitt“ Guðmundur Ingi sagðist ekki hafa séð umræddar færslur þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Ráðherrann kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu spurður út í þessi málfarsfrávik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því hvort ég tali rétt eða rangt. Hvernig ég tala, ef ég hefði áhyggjur af því þá myndi ég ekki tala neitt,“ segir hann. „Ég vil bara einbeita mér að því hvernig við hjálpum börnunum, eflum læsi og lesskilning svo drengirnir detti ekki út úr skólum.“ Spurður út í misáreiðanlega ábendingu sem blaðamanni barst um að ráðherrann sækti mögulega tungumálakennslu þessa dagana neitar hann því. „Nei, ég hef ekki tíma í það,“ svarar Guðmundur, sem segist vera of upptekinn við að „reyna að koma hlutunum í lag í menntakerfinu.“ Þarf ekki að koma á óvart að ráðherrann sé þágufallssjúkur Flestar eru þetta fremur algengar málfarsvillur en fréttastofa setti sig í samband við Jóhannes Gísla Jónsson, prófessor í málvísindum sem hefur meðal annars rannsakað þágufallssýki, til að spyrja hann út í málið. „Þágufallssýkin er mjög útbreidd,“ segir Jóhannes Gísli í samtali við fréttastofu og vísar hann þar til þess að ráðherra segi „mér hlakkar til“ frekar en „ég hlakka til“. Í raun finnast dæmi um þessa svokölluðu sýki í skriflegum heimildum frá 19. öld. „Þannig að það getur enginn orðið hissa þó að Guðmundur Ingi sé þágufallssjúkur. Það er nú meira en hver annar Íslendingurinn,“ bætir málfræðingur við. „En fólk tekur eftir þessu þegar þetta er menntamálaráðherra og kannski er ætlast aðeins meira af menntamálaráðherra heldur en öðrum í þjóðfélaginu.“ Í máli barna er til dæmis þágufallssýki, sem er nú einnig kölluð „þágufallshneigð“, í sögninni að hlakka talsvert algengari en hitt samkvæmt málfarsrannsóknum. Í raun virðist minnihluti beygja frumlagið „rétt“ (nefnifalli) heldur nota flestir ýmist þolfall eða þágufall. „Ég vill“ er líka útbreitt að sögn Jóhannesar Gísla, sem vill þó ekki fullyrða um aldur þessa málfarsfráviks. Hvað „einkanir“ varðar kveðst Jóhannes Gísli ekki treysta sér til að tjá sig um algegni þess. Það kemur honum tiltölulega spánskt fyrir sjónir. Þó finnst 151 dæmi um „einkanir“ inni á Tímarit.is, hið elsta frá árinu 1909. Það hefur þó þótt rangt mál af mörgum. Árið 1920 skrifaði Tíminn að „einkanir“ væri bögumæli.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00 Áður en íslenskan leysist upp Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr. 13. maí 2025 11:02 Íslenskan í athugasemdakerfum Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: "NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ 1. júní 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00
Áður en íslenskan leysist upp Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr. 13. maí 2025 11:02
Íslenskan í athugasemdakerfum Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: "NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ 1. júní 2019 09:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent