„Það er engin sleggja“ Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 10:02 Guðrún segir Kristrúnu ekki enn hafa hafið sleggjuna á loft. Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Af því tilefni stakk Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, niður penna á Facebook og gagnrýndi ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nokkuð harðlega. „Í aðdraganda kosninga hét forsætisráðherra því að hún myndi negla vextina niður með sleggju. Nú er staðan sú að sleggjunni hefur ekki verið lyft og slagkraftur hennar er enginn. Verðbólga er enn mikil, húsnæði dýrt og vextir háir,“ segir Guðrún. Ríkisstjórnin hækkað skatta og aukið útgjöld og óvissu Guðrún segir Sjálfstæðisflokkinn alla tíð hafa talað fyrir festu í ríkisfjármálum, aðhaldi í opinberum rekstri og minni álögum á heimili og fyrirtæki. Það sé leiðin að lægri vöxtum. Ríkisstjórnin hafi farið þveröfuga leið, aukið útgjöld, hækkað skatta og aukið óvissu. „Á sama tíma og Seðlabankinn sendir skýr skilaboð um að vextir haldist háir á meðan verðbólgan þokast ekki frekar í átt að markmiði boðar ríkisstjórnin hverja útgjaldaaukninguna á fætur annarri.“ Hvorki sleggja né plan Í ofanálag við það bendi vísbendingar til þess að nú hægi á húsnæðisuppbyggingu. Verktakar haldi að sér höndum, fjárfestar hiki og framtíðaráformum sé slegið á frest. Helsta ástæðan sé hár fjármagnskostnaður. Stjórnvöld bregðist við með því að þrengja enn frekar að einkaframtakinu með auknum álögum og þyngra regluverki, sérstaklega í Reykjavík. „Það er engin sleggja. Ekkert plan.“ Loks segir Guðrín að Sjálfstæðisflokkurinn vilji frjálst atvinnulíf, lægri álögur og raunverulegar lausnir. Hann vilji samfélag þar sem fólk getur keypt sér eigið húsnæði. Ekki samfélag sem treystir á niðurgreiðslur og hvers kyns ríkisafskipti út í hið óendanlega. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Af því tilefni stakk Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, niður penna á Facebook og gagnrýndi ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nokkuð harðlega. „Í aðdraganda kosninga hét forsætisráðherra því að hún myndi negla vextina niður með sleggju. Nú er staðan sú að sleggjunni hefur ekki verið lyft og slagkraftur hennar er enginn. Verðbólga er enn mikil, húsnæði dýrt og vextir háir,“ segir Guðrún. Ríkisstjórnin hækkað skatta og aukið útgjöld og óvissu Guðrún segir Sjálfstæðisflokkinn alla tíð hafa talað fyrir festu í ríkisfjármálum, aðhaldi í opinberum rekstri og minni álögum á heimili og fyrirtæki. Það sé leiðin að lægri vöxtum. Ríkisstjórnin hafi farið þveröfuga leið, aukið útgjöld, hækkað skatta og aukið óvissu. „Á sama tíma og Seðlabankinn sendir skýr skilaboð um að vextir haldist háir á meðan verðbólgan þokast ekki frekar í átt að markmiði boðar ríkisstjórnin hverja útgjaldaaukninguna á fætur annarri.“ Hvorki sleggja né plan Í ofanálag við það bendi vísbendingar til þess að nú hægi á húsnæðisuppbyggingu. Verktakar haldi að sér höndum, fjárfestar hiki og framtíðaráformum sé slegið á frest. Helsta ástæðan sé hár fjármagnskostnaður. Stjórnvöld bregðist við með því að þrengja enn frekar að einkaframtakinu með auknum álögum og þyngra regluverki, sérstaklega í Reykjavík. „Það er engin sleggja. Ekkert plan.“ Loks segir Guðrín að Sjálfstæðisflokkurinn vilji frjálst atvinnulíf, lægri álögur og raunverulegar lausnir. Hann vilji samfélag þar sem fólk getur keypt sér eigið húsnæði. Ekki samfélag sem treystir á niðurgreiðslur og hvers kyns ríkisafskipti út í hið óendanlega.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira