Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 07:30 Alexander Rafn Pálmason hefur slegið hvert metið á fætur öðru sem yngsti leikmaður efstu deildar hér á landi og mun svo halda áfram að þróast sem leikmaður Nordsjælland frá og með næsta sumri. Samsett/Vísir/FCN Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig. Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig.
Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira