Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 14:10 Frá því þegar Selenskí fór síðast til Washington DC í febrúar. Sá fundur með Trump fór vægast sagt illa. AP/Ben Curtis Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira