Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2025 14:10 Fundinum lauk um tíuleytið í kvöld. Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira