„Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar 18. ágúst 2025 13:31 „Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi.“ Hefur nokkurn tíman birst á prenti jafn kjánaleg staðhæfing? Jafn innilega aulahrollsvekjandi birtingarmynd blinds rétttrúnaðar í æpandi mótsögn við sjálfan sig? Að halda því kinnroðalaust fram í riti að "sniðganga" sé í raun "stuðningur við frelsi" sýnir út í hve merkingarlausan orðhengilshátt og útúrsnúninga hinir lengst leiddu meðal aðgerðasinna eru komnir í dyggðasýndarmennsku sinni.Þetta minnir á bókina "1984" eftir George Orwell og þau orð sem hann leggur þrúgandi alræðisvaldinu Stóra Bróður þar í munn: "Stríð er friður". "Frelsi er þrældómur". "Fáfræði er styrkur". Sú ádeila var skrifuð fyrir tæpum 80 árum síðan, og væri Orwell enn á lífi yrði hann sjálfsagt gramur sjálfum sér fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug "sniðganga er frelsi". Ég hugsa að í rétttrúnaðarsöfnuði siðapostulanna myndi Orwell sjá móta fyrir ásýn Stóra Bróður. Ég reikna með að flestir kannist við hugtakið "gaslýsing" sem er bein þýðing á enska orðinu "gaslighting" og merkir einhverskonar blekkingarleik sem á að fá þann sem fyrir verður til að efast um eigin upplifun, ályktanir og/eða skynjun. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslenskri málfræði, skilgreinir gaslýsingu þannig að í hugtakinu felist t.d. að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem gaslýsingunni beitir. Sú þversagnakennda gaslýsing sem vitnað er í að ofan - að sniðganga sé í raun stuðningur við frelsi - eru lokaorðin í nýlegri grein á Vísi þar sem reynt er að stíga fram til varnar kennara við Háskóla Íslands, sem tók nýverið þátt í að hleypa upp og stöðva með hávaða og skrílslátum fyrirlestur prófessors frá Ísrael - fyrirlestur sem átti að snúast um gervigreind og hagfræði, af öllum hlutum. Það var víst hinsvegar ekki efni fyrirlestursins sem slíks heldur öllu fremur þjóðerni fyrirlesarans sem virðist hafa komið kennaranum umrædda í svo mikið tilfinningalegt uppnám að í örvæntingu sinni hefur hann talið sér engar aðrar leiðir færar en að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að fyrirlesturinn um gervigreindina yrði fluttur. Það tókst. Í annarri grein ( https://www.visir.is/g/20252761976d/akademisk-kurteisi-a-timum-thjodarmords ) grípur svo annar starfsmaður Háskólans til varna fyrir ofstækið. "Þetta eru bara mótmæli …" maldar hann í móinn "… og allir eiga rétt á að mótmæla". Mikið rétt - allir eiga rétt á að mótmæla en þar er átt við friðsöm mótmæli. Það á enginn rétt á að beita aðra ofbeldi sama í hvaða mynd það birtist, né ber nokkrum manni siðferðisleg skylda til beitingu ofbeldis (líkt og reynt er að halda fram í greininni), og skiptir nákvæmlega engu hve sannfærður viðkomandi kann að vera um yfirburði eigin skoðana. Uppákoman í Háskólanum á ekkert skylt við friðsöm mótmæli og að halda slíku fram er ekkert annað en önnur tilraun til gaslýsingar. Það sem átti sér stað var einbeitt og kröftug atlaga - af ásettu ráði - til þöggunar og kúgunar, byggt á engu öðru en andstyggð sjálfskipaðra siðapostula á þjóðerni þess sem fyrir árásinni varð. Það er ekki trúverðugt að prófessor í heimspeki, sem skrifaður er fyrir seinni varnargreininni, átti sig ekki á muninum á friðsömum mótmælum annars vegar og þöggun með ofbeldi hins vegar, því þar á milli er ekki óljós grá lína heldur breið og djúp gjá. Þarna er því líkast til verið að skrifa gegn betri vitund og reynt að "hanna nýja atburðarás eftir á" líkt og skilgreiningin á gaslýsingu segir. Þessar fullyrðingar - að sniðganga sé frelsi og skoðanakúgun sé friðsöm - eru auðvitað aðhlátursverðar, en gera þó meira en að fá mann til að kíma ofan í kaffibollann. Þetta styrkir nefninlega skoðun sem löngum hefur verið haldið á lofti: þegar að straumum og stefnum í tíðarandanum kemur þá er Ísland alltaf nokkrum árum á eftir umheiminum. Það virðist nefninlega sem háskólasamfélagið á Íslandi sé nú statt á svipuðum slóðum og háskólasamfélögin erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, voru fyrir 3-4 árum þegar skefjalaus útskúfunar- og óttamenning hinna félagslega réttlátu reis hvað hæst og vofði yfir öllu háskólastarfi þar. Það var fyrir 15 árum eða svo að í Bandarískum háskólum fór hægt og bítandi að myndast býsna eitrað andrúmsloft þar sem félagsleg réttlætisbarátta fór að taka á sig æ róttækari og öfgafyllri myndir. Áherslan var öll á óþol og þöggun gagnvart skoðunum annarra; óþol og afneitun gagnvart staðreyndum sem ekki samræmdust eigin sannfæringu og einhliða hugmyndafræði þar sem nemendur (aðallega, en þó einhverjir kennarar) fóru í æ ríkara mæli að krefjast þess að vera vafin í bómull og hlíft við hugmyndum sem þeim líkaði ekki. Þegar verst lét var það nánast talið heilög mannréttindi að ekki einasta þyrftu viðkvæmir einstaklingar ekki að þurfa að vita af öðrum skoðunum (hvað þá að þurfa að hlusta á eða lesa sér til um þær) heldur voru það talin sjálfsögð réttindi einstaklingsins að krefjast þess að viðhorf og orðræða sem hugsanlega kynni að koma viðkomandi í uppnám yrði hreinlega bönnuð með öllu. Í stað opinna og frjálsra orðaskipta ríkti því hræðsla við útskúfun ef einhver vogaði sér að viðra hugmyndir sem ekki féllu að ríkjandi tískuviðhorfum hins háværa minnihluta. Af þessu leiddi stöðnun og hnignun fræðasamfélagsins. Allt í nafni bræðralags og umburðarlyndis, að sjálfsögðu. Þetta leiddi til andrúmslofts þar sem útskúfunarmenning og pólitískur rétttrúnaður réðu ríkjum. Þeir sem stigu út fyrir línuna, hvort sem það voru nemendur eða kennarar, áttu á hættu að verða fyrir árásum, niðurlægingu eða atvinnumissi. Þannig var sjálfu grunngildi háskólans - leitinni að sannleikanum í gegnum frjálsa og opna umræðu - fórnað fyrir eitraða hugmyndafræði sem fótum tróð virðingu fyrir fjölbreytni skoðana og réttinn til tjáningar. Allt í nafni góðmennsku og víðsýni, nema hvað. Þannig var á þessum tíma skuggalega algengt í Bandarískum háskólum að háværir hópar aðgerðasinna meðal nemenda (og einhverra kennara) höfðu uppi hömlulaus og oft á tíðum ofbeldisfull mótmæli við komum gestafyrirlesara sem höfðu orðið uppvísir að hugmyndum eða viðhorfum sem umræddum aðgerðasinnum líkaði ekki. Í stað opinnar umræðu var þaggað, kúgað, smánað og á endanum flæmt í burtu. Íslenskir aðgerðasinnar, fastir í kviksyndi þessarar umburðarlausu og þröngsýnu hugmyndafræði, vilja greinilega ekki vera eftirbátar né undirmálsmenn, og hafa nú tekið þetta óþol upp á næsta stig: hér er fyrirlestrum ekki einungis hleypt upp vegna skoðana fyrirlesarans eða innihalds umræðunnar (munið: fyrirlestur ísraelska prófessorsins var um gerfigreind og hagfræði!) heldur virðast aðgerðasinnar innan hins íslenska háskólasamfélags telja andstyggð á þjóðerni fyrirlesara nægja eina og sér til að réttlæta þöggun og útskúfun. Næsta skref í þessari þróun er síðan væntanlega að telja eðlilegt og sjálfsagt að þagga niður í röddum þeirra sem aðhyllast ranga trú (eða trúleysi), eru af röngum kynþætti, hafa ranga kynhneigð, eiga ranga forfeður eða hafa bara verið úthrópaðir af lýðnum sem "vont fólk". Og síðan er þetta grímulausa ofstæki, þessi fullkomna og flekklausa sannfæring um siðferðislega yfirburði eigin skoðana, kallað "stuðningur við akademískt frelsi" og "friðsöm mótmæli". Svei attan! Ef þetta eru ekki gaslýsingar þá eru þær ekki til! Og til að bíta höfuðið af skömminni þá tjáir fólkið sig síðan eftir á eins og það sé nánast sært og miður sín yfir því að hafa ekki hlotið hyllingu og lof almennings fyrir athæfið. Ætli íslensku aðgerðasinnarnir yrðu jafn skilningsríkir gagnvart þessari útskúfunarmenningu ef hún beindist gegn þeim sjálfum? Ímyndum okkur að einhverjum þessara merkisbera félagslegs réttlætis við Háskóla Íslands væri boðið að halda fyrirlestur um t.d. hagnýta stærðfræði í erlendum háskóla, en þeim fyrirlestri væri síðan hleypt upp með skrílslátum af þarlendum aðgerðasinnum sem væru að mótmæla hvalveiðum Íslendinga eða vindmyllugörðum á hálendi Íslands. Ætli íslenski réttlætisriddarinn myndi fyllast stolti og hugsa með sér "Já, þetta er sannarlega falleg birtingarmynd akademísks frelsis" og snúa heim á leið með skottið á milli fótanna en snortinn yfir öflugri framgöngu félagslegs réttlætis og frelsis í fræðasamfélaginu? Nei. Ég held ekki. Ég hugsa að viðkomandi yrði bæði sár og reiður ef hann upplifði á eigin skinni þá þöggun og útskúfun sem hann beitir þó hiklaust á aðra sem uppfylla ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til réttra skoðana eða rétts þjóðernis. Og það er auðvitað með ólíkindum að þeir sem einna harðast ganga fram í akademískri útskúfun skuli ekki átta sig á hve auðveldlega tíðarandinn getur snúist og fordæmingin farið að beinast gegn þeim sjálfum. Sem bendir til þess að þetta sé ekki fólk djúprar íhugunar né sjálfsvitundar, og mætti margur í þessum hóp gefa sér augnablik í dagsins önn til að íhuga merkingu orðatiltækisins gamalkunnuga um byltinguna sem étur börnin sín. Og hver skyldi tilgangurinn svo vera? Ég trúi því ekki að óreyndu að fólkið sé svo bláeygt og saklaust að það haldi í einlægni að fréttir af röggsömum og kjarkmiklum aðgerðum frelsiselskandi aðgerðasinna á Íslandi berist alla leið suður til Ísraels og verði til þess að almenningur og stjórnvöld þar skammist sín niður í tær, gleymi undir eins mörg þúsund ára sögu sinni og margra kynslóða baráttu fyrir lífi sínu og tilveru og láti umsvifalaust af allri illmennsku. Nei, auðvitað ekki. Það er enginn svo einfaldur að trúa því. Tilgangurinn er því væntanlega sá einn að dyggðaskreyta sig og skora nokkur prik í þeirri endalausu keppni sem aðgerðasinnar eiga í innbyrðis um hver sé þeirra fremstur í umburðarlyndi, góðmennsku og víðsýni. Það skiptir greinilega litlu máli þótt þessi sjálfsupphafning sé á kostnað orðspors Háskóla Íslands. Íslenskir réttrúnaðarpostular og aðrir stríðsmenn félagslegs réttlætis virðast hinsvegar, líkt og stundum hefur verið sagt um Íslendinga almennt, vera nokkrum árum á eftir tíðarandanum og því ekki gera sér grein fyrir að á undanförnum 2-3 árum hefur vindáttin snúist og það snarlega. Aðrir vindar blása nú um háskólasamfélögin og þolinmæði almennings - hins þögla meirihluta - gagnvart ofstæki og yfirgangi woke aðgerðasinna fer hratt þverrandi. Raunverulegt akademískt frelsi er hornsteinn lýðræðislegrar umræðu, menningar og menntunar. Það felur í sér réttinn til opinna og óheftra orðaskipta þar sem allar skoðanir mega heyrast og vera ræddar á málefnalegan hátt. Þegar háskólasamfélagið hættir sér út á þann hála ís að takmarka umræðu með því að nota ofbeldi, yfirgang og gaslýsingu til að þagga niður í andstæðum sjónarmiðum, eins og síendurtekið gerist í svokallaðri útskúfunarmenningu, þá glötum við tækifærinu til að rækta gagnrýna hugsun og þroskast og læra af fjölbreytni mismunandi sjónarhorna. Akademískt frelsi tryggir að hugmyndir standist próf umræðunnar, ekki aðeins próf vinsældanna og þeirra sem hæst hrópa. Til að samfélag geti þróast, vaxið og forðast einsleitni þá er nauðsynlegt að viðhalda vettvangi þar sem ólíkar skoðanir geta tekist á án ótta við þöggun, útskúfun, fordæmingu eða smánun. Akademískt frelsi felst ekki í því að sniðganga og útskúfa. Raunverulegu akademísku frelsi er best lýst með tilvitnuninni frægu sem er oft (ranglega þó) eignuð Voltaire: "Ég er ekki sammála skoðunum þínum, en ég mun verja til dauðadags rétt þinn til að hafa þær." Að lokum: það merkilegasta við þessa uppákomu er þó ekki þessar kjánalegu gaslýsingar heldur hin ærandi þögn rektors Háskóla Íslands, sem hefur (eftir því sem best er vitað) ekkert látið eftir sér hafa um uppákomuna. Það er með ólíkindum - ég á erfitt að ímynda mér að nokkur rektor með snefil af metnaði hafi bara alls enga skoðun yfirhöfuð á því ef auglýstum fyrirlestri erlends prófessors er hleypt upp af starfsmönnum skólans og nemendum með hávaða og óspektum. Því er einungis um tvær hugsanlegar skýringar að ræða: annað hvort hefur rektor velþóknun á þessum aðgerðum en þorir þó ekki að leggja blessun sína yfir þær opinberlega, eða þá að rektor er ósáttur við uppþotið en þorir hinsvegar ekki að fordæma það af ótta við að styggja þá aktívista sem hvað harðast ganga fram í útskúfun innan veggja Háskóla Íslands. Það skiptir í sjálfu sér litlu hvor skýringin er rétt: það eitt að í Háskóla Íslands sitji rektor sem stjórnast af ótta, annað hvort við tíðarandann eða eigið starfsfólk, er auðvitað áfellisdómur yfir Háskólanum og sýnir býsna vel það forarsvað sem skólanum hefur verið stýrt út í hin síðustu ár í nafni félagslegs réttlætis. Þessi "akademíska sniðganga" er nefninlega hvorki stuðningur við akademískt frelsi né friðsöm mótmæli, þótt einhver reyni að gaslýsa ykkur um annað, heldur er þetta ekkert annað en kreddufullt ofstæki sem hæfir frekar myrkustu miðöldum en upplýstu nútímasamfélagi. Þetta er háskólasamfélaginu til hneisu; ekki bara þeim sem fremja ofbeldið heldur einnig þeim sem grípa til varna fyrir það. Það lítur einna helst út fyrir að innan veggja Háskólans séu búnir að koma sér þægilega fyrir hatrammir aðgerðasinnar (á launum hjá íslenskum skattgreiðendum; ekki gleyma því) sem virðast annað hvort ekki átta sig á eða þá kæra sig kollótta um ábyrgðina og skyldurnar sem felast í því að taka þátt í skólasamfélaginu sem fræðari og fyrirmynd; láta sig litlu varða fordæmið sem þeir gefa nemendum sínum en leggja þess í stað ofuráherslu á að notfæra sér skólann sem vettvang fyrir þöggun, skoðanakúgun og dyggðaskreytingu. En vonandi er óþarfi að hafa of miklar áhyggjur af þessu: woke rétttrúnaðarsöfnuðurinn og útskúfunarmenningin sem honum fylgir er jú á hröðu undanhaldi í erlendum háskólasamfélögum, og reynslan segir okkur að þá séu líkast til ekki nema 3-4 ár í að ferskir vindar raunverulegs akademísks frelsis nái til Íslands. Enn er von. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
„Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi.“ Hefur nokkurn tíman birst á prenti jafn kjánaleg staðhæfing? Jafn innilega aulahrollsvekjandi birtingarmynd blinds rétttrúnaðar í æpandi mótsögn við sjálfan sig? Að halda því kinnroðalaust fram í riti að "sniðganga" sé í raun "stuðningur við frelsi" sýnir út í hve merkingarlausan orðhengilshátt og útúrsnúninga hinir lengst leiddu meðal aðgerðasinna eru komnir í dyggðasýndarmennsku sinni.Þetta minnir á bókina "1984" eftir George Orwell og þau orð sem hann leggur þrúgandi alræðisvaldinu Stóra Bróður þar í munn: "Stríð er friður". "Frelsi er þrældómur". "Fáfræði er styrkur". Sú ádeila var skrifuð fyrir tæpum 80 árum síðan, og væri Orwell enn á lífi yrði hann sjálfsagt gramur sjálfum sér fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug "sniðganga er frelsi". Ég hugsa að í rétttrúnaðarsöfnuði siðapostulanna myndi Orwell sjá móta fyrir ásýn Stóra Bróður. Ég reikna með að flestir kannist við hugtakið "gaslýsing" sem er bein þýðing á enska orðinu "gaslighting" og merkir einhverskonar blekkingarleik sem á að fá þann sem fyrir verður til að efast um eigin upplifun, ályktanir og/eða skynjun. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslenskri málfræði, skilgreinir gaslýsingu þannig að í hugtakinu felist t.d. að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem gaslýsingunni beitir. Sú þversagnakennda gaslýsing sem vitnað er í að ofan - að sniðganga sé í raun stuðningur við frelsi - eru lokaorðin í nýlegri grein á Vísi þar sem reynt er að stíga fram til varnar kennara við Háskóla Íslands, sem tók nýverið þátt í að hleypa upp og stöðva með hávaða og skrílslátum fyrirlestur prófessors frá Ísrael - fyrirlestur sem átti að snúast um gervigreind og hagfræði, af öllum hlutum. Það var víst hinsvegar ekki efni fyrirlestursins sem slíks heldur öllu fremur þjóðerni fyrirlesarans sem virðist hafa komið kennaranum umrædda í svo mikið tilfinningalegt uppnám að í örvæntingu sinni hefur hann talið sér engar aðrar leiðir færar en að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að fyrirlesturinn um gervigreindina yrði fluttur. Það tókst. Í annarri grein ( https://www.visir.is/g/20252761976d/akademisk-kurteisi-a-timum-thjodarmords ) grípur svo annar starfsmaður Háskólans til varna fyrir ofstækið. "Þetta eru bara mótmæli …" maldar hann í móinn "… og allir eiga rétt á að mótmæla". Mikið rétt - allir eiga rétt á að mótmæla en þar er átt við friðsöm mótmæli. Það á enginn rétt á að beita aðra ofbeldi sama í hvaða mynd það birtist, né ber nokkrum manni siðferðisleg skylda til beitingu ofbeldis (líkt og reynt er að halda fram í greininni), og skiptir nákvæmlega engu hve sannfærður viðkomandi kann að vera um yfirburði eigin skoðana. Uppákoman í Háskólanum á ekkert skylt við friðsöm mótmæli og að halda slíku fram er ekkert annað en önnur tilraun til gaslýsingar. Það sem átti sér stað var einbeitt og kröftug atlaga - af ásettu ráði - til þöggunar og kúgunar, byggt á engu öðru en andstyggð sjálfskipaðra siðapostula á þjóðerni þess sem fyrir árásinni varð. Það er ekki trúverðugt að prófessor í heimspeki, sem skrifaður er fyrir seinni varnargreininni, átti sig ekki á muninum á friðsömum mótmælum annars vegar og þöggun með ofbeldi hins vegar, því þar á milli er ekki óljós grá lína heldur breið og djúp gjá. Þarna er því líkast til verið að skrifa gegn betri vitund og reynt að "hanna nýja atburðarás eftir á" líkt og skilgreiningin á gaslýsingu segir. Þessar fullyrðingar - að sniðganga sé frelsi og skoðanakúgun sé friðsöm - eru auðvitað aðhlátursverðar, en gera þó meira en að fá mann til að kíma ofan í kaffibollann. Þetta styrkir nefninlega skoðun sem löngum hefur verið haldið á lofti: þegar að straumum og stefnum í tíðarandanum kemur þá er Ísland alltaf nokkrum árum á eftir umheiminum. Það virðist nefninlega sem háskólasamfélagið á Íslandi sé nú statt á svipuðum slóðum og háskólasamfélögin erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, voru fyrir 3-4 árum þegar skefjalaus útskúfunar- og óttamenning hinna félagslega réttlátu reis hvað hæst og vofði yfir öllu háskólastarfi þar. Það var fyrir 15 árum eða svo að í Bandarískum háskólum fór hægt og bítandi að myndast býsna eitrað andrúmsloft þar sem félagsleg réttlætisbarátta fór að taka á sig æ róttækari og öfgafyllri myndir. Áherslan var öll á óþol og þöggun gagnvart skoðunum annarra; óþol og afneitun gagnvart staðreyndum sem ekki samræmdust eigin sannfæringu og einhliða hugmyndafræði þar sem nemendur (aðallega, en þó einhverjir kennarar) fóru í æ ríkara mæli að krefjast þess að vera vafin í bómull og hlíft við hugmyndum sem þeim líkaði ekki. Þegar verst lét var það nánast talið heilög mannréttindi að ekki einasta þyrftu viðkvæmir einstaklingar ekki að þurfa að vita af öðrum skoðunum (hvað þá að þurfa að hlusta á eða lesa sér til um þær) heldur voru það talin sjálfsögð réttindi einstaklingsins að krefjast þess að viðhorf og orðræða sem hugsanlega kynni að koma viðkomandi í uppnám yrði hreinlega bönnuð með öllu. Í stað opinna og frjálsra orðaskipta ríkti því hræðsla við útskúfun ef einhver vogaði sér að viðra hugmyndir sem ekki féllu að ríkjandi tískuviðhorfum hins háværa minnihluta. Af þessu leiddi stöðnun og hnignun fræðasamfélagsins. Allt í nafni bræðralags og umburðarlyndis, að sjálfsögðu. Þetta leiddi til andrúmslofts þar sem útskúfunarmenning og pólitískur rétttrúnaður réðu ríkjum. Þeir sem stigu út fyrir línuna, hvort sem það voru nemendur eða kennarar, áttu á hættu að verða fyrir árásum, niðurlægingu eða atvinnumissi. Þannig var sjálfu grunngildi háskólans - leitinni að sannleikanum í gegnum frjálsa og opna umræðu - fórnað fyrir eitraða hugmyndafræði sem fótum tróð virðingu fyrir fjölbreytni skoðana og réttinn til tjáningar. Allt í nafni góðmennsku og víðsýni, nema hvað. Þannig var á þessum tíma skuggalega algengt í Bandarískum háskólum að háværir hópar aðgerðasinna meðal nemenda (og einhverra kennara) höfðu uppi hömlulaus og oft á tíðum ofbeldisfull mótmæli við komum gestafyrirlesara sem höfðu orðið uppvísir að hugmyndum eða viðhorfum sem umræddum aðgerðasinnum líkaði ekki. Í stað opinnar umræðu var þaggað, kúgað, smánað og á endanum flæmt í burtu. Íslenskir aðgerðasinnar, fastir í kviksyndi þessarar umburðarlausu og þröngsýnu hugmyndafræði, vilja greinilega ekki vera eftirbátar né undirmálsmenn, og hafa nú tekið þetta óþol upp á næsta stig: hér er fyrirlestrum ekki einungis hleypt upp vegna skoðana fyrirlesarans eða innihalds umræðunnar (munið: fyrirlestur ísraelska prófessorsins var um gerfigreind og hagfræði!) heldur virðast aðgerðasinnar innan hins íslenska háskólasamfélags telja andstyggð á þjóðerni fyrirlesara nægja eina og sér til að réttlæta þöggun og útskúfun. Næsta skref í þessari þróun er síðan væntanlega að telja eðlilegt og sjálfsagt að þagga niður í röddum þeirra sem aðhyllast ranga trú (eða trúleysi), eru af röngum kynþætti, hafa ranga kynhneigð, eiga ranga forfeður eða hafa bara verið úthrópaðir af lýðnum sem "vont fólk". Og síðan er þetta grímulausa ofstæki, þessi fullkomna og flekklausa sannfæring um siðferðislega yfirburði eigin skoðana, kallað "stuðningur við akademískt frelsi" og "friðsöm mótmæli". Svei attan! Ef þetta eru ekki gaslýsingar þá eru þær ekki til! Og til að bíta höfuðið af skömminni þá tjáir fólkið sig síðan eftir á eins og það sé nánast sært og miður sín yfir því að hafa ekki hlotið hyllingu og lof almennings fyrir athæfið. Ætli íslensku aðgerðasinnarnir yrðu jafn skilningsríkir gagnvart þessari útskúfunarmenningu ef hún beindist gegn þeim sjálfum? Ímyndum okkur að einhverjum þessara merkisbera félagslegs réttlætis við Háskóla Íslands væri boðið að halda fyrirlestur um t.d. hagnýta stærðfræði í erlendum háskóla, en þeim fyrirlestri væri síðan hleypt upp með skrílslátum af þarlendum aðgerðasinnum sem væru að mótmæla hvalveiðum Íslendinga eða vindmyllugörðum á hálendi Íslands. Ætli íslenski réttlætisriddarinn myndi fyllast stolti og hugsa með sér "Já, þetta er sannarlega falleg birtingarmynd akademísks frelsis" og snúa heim á leið með skottið á milli fótanna en snortinn yfir öflugri framgöngu félagslegs réttlætis og frelsis í fræðasamfélaginu? Nei. Ég held ekki. Ég hugsa að viðkomandi yrði bæði sár og reiður ef hann upplifði á eigin skinni þá þöggun og útskúfun sem hann beitir þó hiklaust á aðra sem uppfylla ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til réttra skoðana eða rétts þjóðernis. Og það er auðvitað með ólíkindum að þeir sem einna harðast ganga fram í akademískri útskúfun skuli ekki átta sig á hve auðveldlega tíðarandinn getur snúist og fordæmingin farið að beinast gegn þeim sjálfum. Sem bendir til þess að þetta sé ekki fólk djúprar íhugunar né sjálfsvitundar, og mætti margur í þessum hóp gefa sér augnablik í dagsins önn til að íhuga merkingu orðatiltækisins gamalkunnuga um byltinguna sem étur börnin sín. Og hver skyldi tilgangurinn svo vera? Ég trúi því ekki að óreyndu að fólkið sé svo bláeygt og saklaust að það haldi í einlægni að fréttir af röggsömum og kjarkmiklum aðgerðum frelsiselskandi aðgerðasinna á Íslandi berist alla leið suður til Ísraels og verði til þess að almenningur og stjórnvöld þar skammist sín niður í tær, gleymi undir eins mörg þúsund ára sögu sinni og margra kynslóða baráttu fyrir lífi sínu og tilveru og láti umsvifalaust af allri illmennsku. Nei, auðvitað ekki. Það er enginn svo einfaldur að trúa því. Tilgangurinn er því væntanlega sá einn að dyggðaskreyta sig og skora nokkur prik í þeirri endalausu keppni sem aðgerðasinnar eiga í innbyrðis um hver sé þeirra fremstur í umburðarlyndi, góðmennsku og víðsýni. Það skiptir greinilega litlu máli þótt þessi sjálfsupphafning sé á kostnað orðspors Háskóla Íslands. Íslenskir réttrúnaðarpostular og aðrir stríðsmenn félagslegs réttlætis virðast hinsvegar, líkt og stundum hefur verið sagt um Íslendinga almennt, vera nokkrum árum á eftir tíðarandanum og því ekki gera sér grein fyrir að á undanförnum 2-3 árum hefur vindáttin snúist og það snarlega. Aðrir vindar blása nú um háskólasamfélögin og þolinmæði almennings - hins þögla meirihluta - gagnvart ofstæki og yfirgangi woke aðgerðasinna fer hratt þverrandi. Raunverulegt akademískt frelsi er hornsteinn lýðræðislegrar umræðu, menningar og menntunar. Það felur í sér réttinn til opinna og óheftra orðaskipta þar sem allar skoðanir mega heyrast og vera ræddar á málefnalegan hátt. Þegar háskólasamfélagið hættir sér út á þann hála ís að takmarka umræðu með því að nota ofbeldi, yfirgang og gaslýsingu til að þagga niður í andstæðum sjónarmiðum, eins og síendurtekið gerist í svokallaðri útskúfunarmenningu, þá glötum við tækifærinu til að rækta gagnrýna hugsun og þroskast og læra af fjölbreytni mismunandi sjónarhorna. Akademískt frelsi tryggir að hugmyndir standist próf umræðunnar, ekki aðeins próf vinsældanna og þeirra sem hæst hrópa. Til að samfélag geti þróast, vaxið og forðast einsleitni þá er nauðsynlegt að viðhalda vettvangi þar sem ólíkar skoðanir geta tekist á án ótta við þöggun, útskúfun, fordæmingu eða smánun. Akademískt frelsi felst ekki í því að sniðganga og útskúfa. Raunverulegu akademísku frelsi er best lýst með tilvitnuninni frægu sem er oft (ranglega þó) eignuð Voltaire: "Ég er ekki sammála skoðunum þínum, en ég mun verja til dauðadags rétt þinn til að hafa þær." Að lokum: það merkilegasta við þessa uppákomu er þó ekki þessar kjánalegu gaslýsingar heldur hin ærandi þögn rektors Háskóla Íslands, sem hefur (eftir því sem best er vitað) ekkert látið eftir sér hafa um uppákomuna. Það er með ólíkindum - ég á erfitt að ímynda mér að nokkur rektor með snefil af metnaði hafi bara alls enga skoðun yfirhöfuð á því ef auglýstum fyrirlestri erlends prófessors er hleypt upp af starfsmönnum skólans og nemendum með hávaða og óspektum. Því er einungis um tvær hugsanlegar skýringar að ræða: annað hvort hefur rektor velþóknun á þessum aðgerðum en þorir þó ekki að leggja blessun sína yfir þær opinberlega, eða þá að rektor er ósáttur við uppþotið en þorir hinsvegar ekki að fordæma það af ótta við að styggja þá aktívista sem hvað harðast ganga fram í útskúfun innan veggja Háskóla Íslands. Það skiptir í sjálfu sér litlu hvor skýringin er rétt: það eitt að í Háskóla Íslands sitji rektor sem stjórnast af ótta, annað hvort við tíðarandann eða eigið starfsfólk, er auðvitað áfellisdómur yfir Háskólanum og sýnir býsna vel það forarsvað sem skólanum hefur verið stýrt út í hin síðustu ár í nafni félagslegs réttlætis. Þessi "akademíska sniðganga" er nefninlega hvorki stuðningur við akademískt frelsi né friðsöm mótmæli, þótt einhver reyni að gaslýsa ykkur um annað, heldur er þetta ekkert annað en kreddufullt ofstæki sem hæfir frekar myrkustu miðöldum en upplýstu nútímasamfélagi. Þetta er háskólasamfélaginu til hneisu; ekki bara þeim sem fremja ofbeldið heldur einnig þeim sem grípa til varna fyrir það. Það lítur einna helst út fyrir að innan veggja Háskólans séu búnir að koma sér þægilega fyrir hatrammir aðgerðasinnar (á launum hjá íslenskum skattgreiðendum; ekki gleyma því) sem virðast annað hvort ekki átta sig á eða þá kæra sig kollótta um ábyrgðina og skyldurnar sem felast í því að taka þátt í skólasamfélaginu sem fræðari og fyrirmynd; láta sig litlu varða fordæmið sem þeir gefa nemendum sínum en leggja þess í stað ofuráherslu á að notfæra sér skólann sem vettvang fyrir þöggun, skoðanakúgun og dyggðaskreytingu. En vonandi er óþarfi að hafa of miklar áhyggjur af þessu: woke rétttrúnaðarsöfnuðurinn og útskúfunarmenningin sem honum fylgir er jú á hröðu undanhaldi í erlendum háskólasamfélögum, og reynslan segir okkur að þá séu líkast til ekki nema 3-4 ár í að ferskir vindar raunverulegs akademísks frelsis nái til Íslands. Enn er von. Höfundur er fréttafíkill.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar