Innlent

Í gæslu­varð­haldi fram í septem­ber

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Grunaður árásarmaður leiddur fyrir dómara í maí.
Grunaður árásarmaður leiddur fyrir dómara í maí.

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt og gildir nú til 10. september.

Þetta segir Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Rannsókn málsins miði ágætlega áfram.

Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins 21. maí síðastliðinn, og hefur hann því sætt varðhaldi í rúmar tólf vikur.

Maðurinn er grunaður um stunguárás, en sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði við handtökuna og mikill viðbúnaður var á vettvangi.

Myndband náðist af árásinni sem fór í mikla dreifingu sem hægt er að sjá í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós.

„Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“

Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×