Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 10:32 Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Í miðborginni er ástandið sérstaklega alvarlegt; íbúar, verslunareigendur og gestir keppast um hvert laust pláss. Þetta veldur ekki aðeins pirringi heldur hefur bein áhrif á viðskipti, umhverfi og lífsgæði borgarbúa. Skortur á stæðum dregur úr aðgengi Margar götur eldri hverfa sem áður var auðvelt að leggja í, eru nú þaktar bílum nánast allan sólarhringinn - og í mörgum tilfellum þurfa íbúar að leggja langt frá heimilum sínum. Í sumum nýrri hverfum þar sem leggja átti meiri áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíls á hvert heimili, hafa bílar sem ekki eiga fast stæði hrannast upp á hvern þann flöt sem hægt er að leggja á. Fyrir verslunareigendur og veitingastaði miðsvæðis er skortur á bílastæðum bein ógn við rekstur. Viðskiptavinir forðast að koma ef þeir vita að það er erfitt að finna stæði eða of seinvirkt og flókið að leggja í bílastæðahús þar sem kannski fleiri en einn aðili eru að rukka fyrir stæði í sama húsi. Áhrif á samgöngur og umhverfi Þegar fólk þarf að keyra hring eftir hring í leit að stæði eykst bæði umferð og mengun. Þetta er sérlega mótsagnakennt í ljósi þess að Reykjavík vill draga úr útblæstri og stuðla að vistvænum ferðamátum. Þótt borgin hafi réttilega lagt áherslu á hjólastíga og almenningssamgöngur, er raunveruleikinn sá að stór hluti íbúa er háður bíl – sérstaklega fjölskyldur með börn, eldri borgarar og þeir sem búa í úthverfum þar sem þjónusta er ekki í göngufæri. Lausnir sem þarf að hrinda í framkvæmd Til að bæta ástandið þarf að horfa til fjölþættra lausna: Byggja bílahús og fjölhæf stæðahús – Sérstaklega í miðborg og þéttbýlum hverfum. Þau gætu hýst bæði langtíma- og skammtímastæði, með gjaldtöku sem stýrir notkun. Mikilvægt er að bjóða upp á nokkra möguleika varðandi áskriftarleiðir fyrir fyrir íbúa og aðra sem á því þurfa að halda. Sérstaklega þarf að koma til móts við íbúa sem þurfa að greiða fyrir stæði fyrir utan heimili sín. Hugmyndasamkeppni og nýsköpun - Hægt væri að fara í ákveðna hugmyndasamkeppni varðandi frumlegar útfærslur á hönnun bílastæðahúsa með einfaldleika og hagkvæmni í huga. Bílastæðahús þurfa ekki alltaf að vera lokuð og upphituð - hægt væri að hafa þau meira opin og einfaldari - þannig yrði væntanlegra fljótlegra og ódýrara að byggja þau. Einnig þurfa þau að falla vel inn í umhverfið. Endurskoða bílastæðastefnu vegna nýrra bygginga – Í mörgum tilfellum er gert ráð fyrir of fáum stæðum í nýjum íbúðakjörnum, sem veldur strax vanda í nágrenninu. Uppfæra þarf bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar og tryggja að lágmarki eitt bílastæði fylgi hverri nýrri íbúð. Reynslan hefur sýnt að það er nauðsynlegt. Einfalda þarf innheimtu bílastæðagjalda - Í dag eru margir aðilar að rukka fyrir samliggjandi bílastæði í borginni og dæmi um að fólk sem greitt hefur fyrir stæði hjá einum aðila hafi verið sektað fyrir sama stæði hjá öðrum vegna misvísandi upplýsinga. Betra aðgengi að upplýsingum – Stafrænar lausnir sem sýna í rauntíma hvar laus stæði eru myndi draga úr umferðarleit. Viðbótarlausn við app í síma myndi auðvelda fólki að fylgjast með lausum stæðum og þannig spara bæði tíma, peninga og minnka bæði svifryk og mengun. Svo þarf að leggja meiri áherslu á tilkynningarskyldu þeirra sem eru að rukka fyrir stæði þannig fólk viti með óyggjandi hætti ef það á ógreidda reikninga vegna stæða sem það telur sig hafa borgað fyrir. Samræmd nálgun nauðsynleg Borgaryfirvöld verða að vinna með íbúum og atvinnulífi að lausnum sem taka bæði mið af núverandi þörf og framtíðarstefnu um sjálfbærar samgöngur. Að draga úr framboði stæða án þess að tryggja raunhæfan valkost fyrir flesta borgarbúa er uppskrift að óánægju og auknu álagi á borgina. Ef Reykjavík ætlar sér að vera borg fyrir alla, verður hún að tryggja að aðgengi að bílastæðum sé nægjanlegt, sanngjarnt og vel skipulagt. Það er kominn tími til að hætta að tala um vandann og byrja á því að hugsa í lausnum og skipuleggja framkvæmdir. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Flokkur fólksins Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Í miðborginni er ástandið sérstaklega alvarlegt; íbúar, verslunareigendur og gestir keppast um hvert laust pláss. Þetta veldur ekki aðeins pirringi heldur hefur bein áhrif á viðskipti, umhverfi og lífsgæði borgarbúa. Skortur á stæðum dregur úr aðgengi Margar götur eldri hverfa sem áður var auðvelt að leggja í, eru nú þaktar bílum nánast allan sólarhringinn - og í mörgum tilfellum þurfa íbúar að leggja langt frá heimilum sínum. Í sumum nýrri hverfum þar sem leggja átti meiri áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíls á hvert heimili, hafa bílar sem ekki eiga fast stæði hrannast upp á hvern þann flöt sem hægt er að leggja á. Fyrir verslunareigendur og veitingastaði miðsvæðis er skortur á bílastæðum bein ógn við rekstur. Viðskiptavinir forðast að koma ef þeir vita að það er erfitt að finna stæði eða of seinvirkt og flókið að leggja í bílastæðahús þar sem kannski fleiri en einn aðili eru að rukka fyrir stæði í sama húsi. Áhrif á samgöngur og umhverfi Þegar fólk þarf að keyra hring eftir hring í leit að stæði eykst bæði umferð og mengun. Þetta er sérlega mótsagnakennt í ljósi þess að Reykjavík vill draga úr útblæstri og stuðla að vistvænum ferðamátum. Þótt borgin hafi réttilega lagt áherslu á hjólastíga og almenningssamgöngur, er raunveruleikinn sá að stór hluti íbúa er háður bíl – sérstaklega fjölskyldur með börn, eldri borgarar og þeir sem búa í úthverfum þar sem þjónusta er ekki í göngufæri. Lausnir sem þarf að hrinda í framkvæmd Til að bæta ástandið þarf að horfa til fjölþættra lausna: Byggja bílahús og fjölhæf stæðahús – Sérstaklega í miðborg og þéttbýlum hverfum. Þau gætu hýst bæði langtíma- og skammtímastæði, með gjaldtöku sem stýrir notkun. Mikilvægt er að bjóða upp á nokkra möguleika varðandi áskriftarleiðir fyrir fyrir íbúa og aðra sem á því þurfa að halda. Sérstaklega þarf að koma til móts við íbúa sem þurfa að greiða fyrir stæði fyrir utan heimili sín. Hugmyndasamkeppni og nýsköpun - Hægt væri að fara í ákveðna hugmyndasamkeppni varðandi frumlegar útfærslur á hönnun bílastæðahúsa með einfaldleika og hagkvæmni í huga. Bílastæðahús þurfa ekki alltaf að vera lokuð og upphituð - hægt væri að hafa þau meira opin og einfaldari - þannig yrði væntanlegra fljótlegra og ódýrara að byggja þau. Einnig þurfa þau að falla vel inn í umhverfið. Endurskoða bílastæðastefnu vegna nýrra bygginga – Í mörgum tilfellum er gert ráð fyrir of fáum stæðum í nýjum íbúðakjörnum, sem veldur strax vanda í nágrenninu. Uppfæra þarf bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar og tryggja að lágmarki eitt bílastæði fylgi hverri nýrri íbúð. Reynslan hefur sýnt að það er nauðsynlegt. Einfalda þarf innheimtu bílastæðagjalda - Í dag eru margir aðilar að rukka fyrir samliggjandi bílastæði í borginni og dæmi um að fólk sem greitt hefur fyrir stæði hjá einum aðila hafi verið sektað fyrir sama stæði hjá öðrum vegna misvísandi upplýsinga. Betra aðgengi að upplýsingum – Stafrænar lausnir sem sýna í rauntíma hvar laus stæði eru myndi draga úr umferðarleit. Viðbótarlausn við app í síma myndi auðvelda fólki að fylgjast með lausum stæðum og þannig spara bæði tíma, peninga og minnka bæði svifryk og mengun. Svo þarf að leggja meiri áherslu á tilkynningarskyldu þeirra sem eru að rukka fyrir stæði þannig fólk viti með óyggjandi hætti ef það á ógreidda reikninga vegna stæða sem það telur sig hafa borgað fyrir. Samræmd nálgun nauðsynleg Borgaryfirvöld verða að vinna með íbúum og atvinnulífi að lausnum sem taka bæði mið af núverandi þörf og framtíðarstefnu um sjálfbærar samgöngur. Að draga úr framboði stæða án þess að tryggja raunhæfan valkost fyrir flesta borgarbúa er uppskrift að óánægju og auknu álagi á borgina. Ef Reykjavík ætlar sér að vera borg fyrir alla, verður hún að tryggja að aðgengi að bílastæðum sé nægjanlegt, sanngjarnt og vel skipulagt. Það er kominn tími til að hætta að tala um vandann og byrja á því að hugsa í lausnum og skipuleggja framkvæmdir. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun