Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:33 Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Strætó Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar