Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:00 Á undanförnum árum hefur tíðni geðgreininga aukist hratt — sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Greiningum á ADHD, kvíðaröskunum, þunglyndi og geðklofa hefur fjölgað svo mjög að sumir tala um faraldur. Þrátt fyrir framfarir í greiningum og aðgengi að fjölbreyttum úrræðum, svo sem samtalsmeðferðir auk hefðbundinna lyfja, glímir sífellt stærri hópur fólks við langvarandi einkenni eða aukaverkanir lyfja án þess að ná bata. Við þurfum að spyrja: Hvað veldur þessari aukningu? Gætu breytingar í mataræði átt þátt í þróun geðraskana? Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á verulegar breytingar í mataræði frá miðri 20. öld, þar sem hlutfall kolvetna, sérstaklega úr hreinsuðum sykri og sterkju, hefur aukist á kostnað próteins og náttúrulegrar fitu. Á sama tíma hefur neysla gjörunninna matvæla með miklum viðbættum sykri, unnum jurtaolíum og litlu næringargildi aukist hratt. Slíkar breytingar hafa verið tengdar aukinni tíðni efnaskiptasjúkdóma, langvinnrar bólgu og truflunar á hvatberastarfsemi, sem eru áhættuþættir fyrir geðsjúkdóma. Þessar breytingar í mataræði geta þannig átt þátt í vaxandi tíðni geðgreininga með því að stuðla að efnaskiptatruflunum í heila. Frá glúkósa til ketóna – orka fyrir heilann Heilinn krefst stöðugrar orku og brennir um 20% af allri orku sem líkaminn nýtir, þótt hann vegi aðeins um 2% af líkamsþyngd fullorðins manns. Í hefðbundnu mataræði fæst sú orka úr kolvetnum (glúkósa), en sífellt fleiri rannsóknir rannsóknir benda til þess að of mikil kolvetnaneysla og of lítil fituneysla geti aukið líkur á geðsjúkdómum vegna áhrifa á orkuframleiðslu í heila. Kolvetnaríkt fæði veldur sveiflukenndum blóðsykri og insúlínsvörun, sem getur truflað stöðugt orkuframboð til heilans og aukið myndun sindurefna og bólgu. Ketó mataræði; hátt hlutfall fitu, hóflegt magn af próteini og mjög lágt hlutfall kolvetna, setur líkamann í ketósu, þar sem lifrin ummyndar fitu í ketóna sem orkugjafa í stað glúkósa. Ketónar virðast bæta efnaskiptajafnvægi í heila og styðja við heilastarfsemi — sérstaklega hjá fólki með geðrænan vanda. Ketó mataræði hefur áhrif á lífeðlisfræðilega þætti sem tengjast flestum geðröskunum. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á tengsl milli efnaskiptatruflana — svo sem insúlínviðnáms, bólgu og oxunarálags — og geðsjúkdóma á borð við þunglyndi, geðhvarfaröskun og geðklofa. Ketó mataræði getur unnið gegn þessum undirliggjandi truflunum með því að: Minnka langvinna bólgu Bæla oxunarálag Bæta starfsemi hvatbera Draga úr glutamatergískri ofvirkni Auka GABA – róandi taugaboðefni Þetta jafnvægi í efnaskiptum getur skýrt hvers vegna einstaklingar með ólík einkenni — t.d. þunglyndi, ADHD og geðklofa — upplifa bata af sama inngripi. Rannsóknir: vísbendingar um bata hjá fólki með alvarlegar geðraskanir Fyrstu vísindarannsóknir á ketó fæði hófust árið 1911, en Hippokrates talaði um föstur sem lækningu við flogaveiki löngu fyrr. Ketó hermir á vissan hátt eftir föstu — án svelti — og hefur verið notað með góðum árangri við flogaveiki barna síðan 1921. Á undanförnum árum hafa nýjar rannsóknir víða um heim gefið sterkar vísbendingar um að ketó mataræði geti veitt verulegan bata hjá fólki með geðraskanir eins og þunglyndi, geðhvarfasýki og geðklofa – sérstaklega í tilvikum þar sem hefðbundin meðferð dugar skammt. Ný grein sem birtist í Nature Mental Health í júní 2025 markar tímamót í umræðu um tengsl efnaskipta og geðrænna veikinda. Þar eru efnaskiptageðlækningar (e.metabolic psychiatry) kynnt sem ný þverfagleg nálgun þar sem geðheilsa er skoðuð í ljósi orkujafnvægis og frumuefnaskipta. Í greininni er bent á að undirliggjandi efnaskiptatruflanir — svo sem insúlínviðnám, trufluð orkunýting í heila og langvinn bólga — séu sameiginlegur, undirliggjandi þáttur í mörgum geðröskunum. Höfundar hvetja til að sjónum verði beint að þessum þáttum í bæði meðferð og rannsóknum og að sjúklingar fái aðgang að efnaskiptamiðaðri nálgun sem hluta af alhliða geðheilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á gagnsæi, einstaklingsmiðaða nálgun og þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Á þessu ári hófst fyrsta rannsókn sinnar tegundar á ungu fólki með geðhvarfasýki við UCLA, þar sem metið verður hvernig ketófæði sem viðbót við lyfjameðferð hefur áhrif á einkenni og efnaskiptastað. Forrannsóknir sýna að slíkt mataræði gæti bæði stytt tíma að bata og dregið úr aukaverkunum lyfja. Árið 2024 birti Dr. Shebani Sethi og teymi hennar við Stanford-háskóla fyrstu niðurstöður úr forrannsókn á ketógenísku fæði fyrir einstaklinga með geðklofa og geðhvarfasýki. Þar sýndu 79% þátttakenda marktækan bata á geðrænum einkennum og margir upplifðu einnig betri svefn, minni bólgu, aukna orku og bætt efnaskipti. Þyngdartap og minnkun á mittismáli fylgdu í kjölfarið, og lifrarfita minnkaði að meðaltali um 36%, sem styður við þá kenningu að efnaskiptaleg endurhæfing geti haft bein áhrif á líðan og geðheilbrigði. Samantekt á 17 rannsóknum á áhrifum af ketógenísku fæði, sem birt var árið 2023 sýndi að flestar þeirra greindu frá marktækum bata í geðrænum einkennum. Þátttakendur með geðklofa sýndu minni geðrofseinkenni og betri vitsmunalega starfsemi. Þunglyndir lýstu aukinni orku, betri svefni og stöðugri líðan. Árið 2022 birtist rannsókn sem Dr. Georgia Ede vann að ásamt frönskum læknum í Toulouse. Í rannsókninni fylgdu 31 einstaklingar með langvinn og meðferðarónæm geðræn einkenni ketógenísku fæði. Af þeim sem héldu sig við mataræðið, sýndu 96% þyngdartap, 43% náðu klínískum bata og 64% gátu dregið úr lyfjanotkun. Þessar niðurstöður eru óvenjulegar í ljósi þess hversu alvarleg og langvinn einkenni þessara sjúklinga voru fyrir. Samanlögð niðurstaða þessara rannsókna styður við vaxandi áhuga á fæði sem meðferð við geðröskunum. Þó enn vanti stærri slembirannsóknir, sýna núverandi gögn að slíkt inngrip getur veitt fólki með alvarleg geðræn einkenni nýja möguleika á bata — ekki aðeins í sálrænni líðan heldur einnig í líkamlegri heilsu. Þetta markar vendipunkt í meðferð geðsjúkdóma þar sem horft er til heilastarfssemi út frá orku, næringu og efnaskiptum. Að taka ábyrgð á eigin heilsu Einn helsti kostur ketó fæðis er einfaldleiki og sjálfstæði: einstaklingar geta hjálpað sér sjálfir og tekið ábyrgð á eigin heilsu. Ketó fæði er ekki töfralausn og kemur ekki í stað hefðbundinna meðferða, en getur minnkað þörfina fyrir lyf – eða aukið virkni annarra meðferða. Næstu skref Fagfólk ætti að kynna sér grunnatriði ketó meðferðar og íhuga að kynna meðferðina fyrir sjúklingum sérstaklega þegar hefðbundnar leiðir bera ekki árangur. Stofnanir sem sinna geðheilbrigði gætu prófað innleiðingu meðferðarinnar í afmörkuðum hópum með mælingum á efnaskiptum og geðrænum einkennum. Almenningur ætti að fá upplýsta ráðgjöf áður en slíku fæði er beitt, en hvetja þarf til umræðu um áhrif mataræðis á geðheilsu almennt. Nánari fræðsla og úrræði Fagfólk og einstaklingar sem vilja kynna sér efnið frekar geta leitað á eftirfarandi stöðum: Metabolic Mind – fræðsluvefur Baszucki Foundation Brain Energy – bók eftir Dr. Chris Palmer (2022) Change Your Diet, Change Your Mind – bók Dr. Georgia Ede (2024) Clinical Guidelines for Therapeutic Carbohydrate Restriction – aðgengilegt á íslensku Heilinn er líffæri sem bregst við næringu – ekki bara lyfjum Sem klínískur sálfræðingur hef ég í vaxandi mæli orðið vör við samspil líkamlegra og geðrænna þátta. Fólk með langvinnan geðrænan vanda hefur oft reynt hefðbundnar meðferðir án árangurs. Hér gefst tækifæri til að bæta við öflugu meðferðartæki — sérstaklega þegar unnið er í teymi með sálfræðingi, næringarfræðingi og lækni. Ketó fæði er vonandi ekki aðeins „tískukúr“, heldur gæti orðið lykill að bættri líðan og auknum batahorfum hjá fólki með geðrænan vanda. Tími er kominn til að sameina geðheilbrigðisþjónustu og efnaskiptalækningar á nýjan hátt. Ketó mataræði markar nýja nálgun og von í meðferð geðrænna einkenna. Það krefst víðsýni og þverfaglegrar hugsunar – en fyrir þá sem hafa reynt allt annað getur það skipt sköpum. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Greene, J., De La Garza, R., Johnston, C. og Anton, S. D. (2023). The Ketogenic Diet as a Metabolic Therapy for Psychiatric Disorders. Frontiers in Psychiatry, 14:1120125. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2023.1120125 Ede, G., Danan, A., Westman, E., & Saslow, L. (2022). The Ketogenic Diet for Refractory Mental Illness: A Retrospective Analysis of 31 Inpatients. Frontiers in Psychiatry, 13:951376. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2022.951376 Sethi, S., Kilaru, K., Pimentel, M., et al. (2024). Pilot Study of a Ketogenic Diet for Schizophrenia and Bipolar Disorder. Stanford University, Department of Psychiatry and Behavioral Sciences. (preprint: medRxiv). https://doi.org/10.1101/2024.01.15.24302151 Turkheimer, E., Palmer, C. M., Sethi, S., McNamara, R. K., Wittenberg, G. M., & Drevets, W. C. (2025). Metabolic psychiatry: Key priorities for an emerging field. Nature Mental Health, 1(6), 291–294. https://doi.org/10.1038/s44220-025-00445-z Palmer, C. (2022). Brain Energy: A Revolutionary Breakthrough in Understanding Mental Health—and Improving Treatment for Anxiety, Depression, OCD, PTSD, and More. BenBella Books. Ede, G. (2024). Change Your Diet, Change Your Mind: A Powerful Plan to Improve Mood, Overcome Anxiety, and Protect Memory for a Lifetime of Optimal Mental Health. Hachette Books. BMC Psychiatry (2024). Nutritional interventions and outcomes in severe mental illness: evidence from recent clinical trials. BMC Psychiatry, 24(112). https://bmcpsychiatry.biomedcentral.com UCLA Department of Psychiatry (2025). Ketogenic Diet as Adjunctive Treatment in Adolescents With Bipolar Disorder: A Pilot RCT. ClinicalTrials.gov Identifier: NCT06214599 Baszucki Brain Research Fund (2023–2025). Metabolic Mind: Clinical Tools and Education for Metabolic Psychiatry. Hite, A. et al. (2021). Clinical Guidelines for Therapeutic Carbohydrate Restriction. Available at: https://www.dietdoctor.com/low-carb/guidelines Cordain, L., Eaton, S. B., Sebastian, A., Mann, N., Lindeberg, S., Watkins, B. A.,... & Brand-Miller, J. (2005). Origins and evolution of the Western diet: health implications for the 21st century. The American Journal of Clinical Nutrition, 81(2), 341–354. https://doi.org/10.1093/ajcn.81.2.341 Mozaffarian, D., Angell, S. Y., Lang, T., & Rivera, J. A. (2018). Role of government policy in nutrition—barriers to and opportunities for healthier eating. BMJ, 361, k2426. https://doi.org/10.1136/bmj.k2426 Jacka, F. N., O'Neil, A., Opie, R., Itsiopoulos, C., Cotton, S., Mohebbi, M.,... & Berk, M. (2017). A randomised controlled trial of dietary improvement for adults with major depression (the 'SMILES' trial). BMC Medicine, 15(1), 23. https://doi.org/10.1186/s12916-017-0791-y Marx, W., Lane, M., Hockey, M., Aslam, H., Berk, M., Walder, K.,... & Jacka, F. (2020). Diet and depression: exploring the biological mechanisms of action. Molecular Psychiatry, 26(1), 134–150. https://doi.org/10.1038/s41380-020-00925-x Camandola, S., & Mattson, M. P. (2017). Brain metabolism in health, aging, and neurodegeneration. The EMBO Journal, 36(11), 1474–1492. https://doi.org/10.15252/embj.201695810 Morris, G., Puri, B. K., Olive, L., Carvalho, A., Berk, M., & Maes, M. (2020). The role of mitochondria in the pathophysiology and treatment of bipolar disorder: A systematic review. Molecular Neurobiology, 57, 1652–1672. https://doi.org/10.1007/s12035-019-01782-x Yuen, A. W. C., Sander, J. W., & Riedel, G. (2017). Ketogenic diet therapy in neurodegenerative disorders: more than just ketones?. Frontiers in Molecular Neuroscience, 10, 27. https://doi.org/10.3389/fnmol.2017.00027 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tíðni geðgreininga aukist hratt — sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Greiningum á ADHD, kvíðaröskunum, þunglyndi og geðklofa hefur fjölgað svo mjög að sumir tala um faraldur. Þrátt fyrir framfarir í greiningum og aðgengi að fjölbreyttum úrræðum, svo sem samtalsmeðferðir auk hefðbundinna lyfja, glímir sífellt stærri hópur fólks við langvarandi einkenni eða aukaverkanir lyfja án þess að ná bata. Við þurfum að spyrja: Hvað veldur þessari aukningu? Gætu breytingar í mataræði átt þátt í þróun geðraskana? Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á verulegar breytingar í mataræði frá miðri 20. öld, þar sem hlutfall kolvetna, sérstaklega úr hreinsuðum sykri og sterkju, hefur aukist á kostnað próteins og náttúrulegrar fitu. Á sama tíma hefur neysla gjörunninna matvæla með miklum viðbættum sykri, unnum jurtaolíum og litlu næringargildi aukist hratt. Slíkar breytingar hafa verið tengdar aukinni tíðni efnaskiptasjúkdóma, langvinnrar bólgu og truflunar á hvatberastarfsemi, sem eru áhættuþættir fyrir geðsjúkdóma. Þessar breytingar í mataræði geta þannig átt þátt í vaxandi tíðni geðgreininga með því að stuðla að efnaskiptatruflunum í heila. Frá glúkósa til ketóna – orka fyrir heilann Heilinn krefst stöðugrar orku og brennir um 20% af allri orku sem líkaminn nýtir, þótt hann vegi aðeins um 2% af líkamsþyngd fullorðins manns. Í hefðbundnu mataræði fæst sú orka úr kolvetnum (glúkósa), en sífellt fleiri rannsóknir rannsóknir benda til þess að of mikil kolvetnaneysla og of lítil fituneysla geti aukið líkur á geðsjúkdómum vegna áhrifa á orkuframleiðslu í heila. Kolvetnaríkt fæði veldur sveiflukenndum blóðsykri og insúlínsvörun, sem getur truflað stöðugt orkuframboð til heilans og aukið myndun sindurefna og bólgu. Ketó mataræði; hátt hlutfall fitu, hóflegt magn af próteini og mjög lágt hlutfall kolvetna, setur líkamann í ketósu, þar sem lifrin ummyndar fitu í ketóna sem orkugjafa í stað glúkósa. Ketónar virðast bæta efnaskiptajafnvægi í heila og styðja við heilastarfsemi — sérstaklega hjá fólki með geðrænan vanda. Ketó mataræði hefur áhrif á lífeðlisfræðilega þætti sem tengjast flestum geðröskunum. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á tengsl milli efnaskiptatruflana — svo sem insúlínviðnáms, bólgu og oxunarálags — og geðsjúkdóma á borð við þunglyndi, geðhvarfaröskun og geðklofa. Ketó mataræði getur unnið gegn þessum undirliggjandi truflunum með því að: Minnka langvinna bólgu Bæla oxunarálag Bæta starfsemi hvatbera Draga úr glutamatergískri ofvirkni Auka GABA – róandi taugaboðefni Þetta jafnvægi í efnaskiptum getur skýrt hvers vegna einstaklingar með ólík einkenni — t.d. þunglyndi, ADHD og geðklofa — upplifa bata af sama inngripi. Rannsóknir: vísbendingar um bata hjá fólki með alvarlegar geðraskanir Fyrstu vísindarannsóknir á ketó fæði hófust árið 1911, en Hippokrates talaði um föstur sem lækningu við flogaveiki löngu fyrr. Ketó hermir á vissan hátt eftir föstu — án svelti — og hefur verið notað með góðum árangri við flogaveiki barna síðan 1921. Á undanförnum árum hafa nýjar rannsóknir víða um heim gefið sterkar vísbendingar um að ketó mataræði geti veitt verulegan bata hjá fólki með geðraskanir eins og þunglyndi, geðhvarfasýki og geðklofa – sérstaklega í tilvikum þar sem hefðbundin meðferð dugar skammt. Ný grein sem birtist í Nature Mental Health í júní 2025 markar tímamót í umræðu um tengsl efnaskipta og geðrænna veikinda. Þar eru efnaskiptageðlækningar (e.metabolic psychiatry) kynnt sem ný þverfagleg nálgun þar sem geðheilsa er skoðuð í ljósi orkujafnvægis og frumuefnaskipta. Í greininni er bent á að undirliggjandi efnaskiptatruflanir — svo sem insúlínviðnám, trufluð orkunýting í heila og langvinn bólga — séu sameiginlegur, undirliggjandi þáttur í mörgum geðröskunum. Höfundar hvetja til að sjónum verði beint að þessum þáttum í bæði meðferð og rannsóknum og að sjúklingar fái aðgang að efnaskiptamiðaðri nálgun sem hluta af alhliða geðheilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á gagnsæi, einstaklingsmiðaða nálgun og þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Á þessu ári hófst fyrsta rannsókn sinnar tegundar á ungu fólki með geðhvarfasýki við UCLA, þar sem metið verður hvernig ketófæði sem viðbót við lyfjameðferð hefur áhrif á einkenni og efnaskiptastað. Forrannsóknir sýna að slíkt mataræði gæti bæði stytt tíma að bata og dregið úr aukaverkunum lyfja. Árið 2024 birti Dr. Shebani Sethi og teymi hennar við Stanford-háskóla fyrstu niðurstöður úr forrannsókn á ketógenísku fæði fyrir einstaklinga með geðklofa og geðhvarfasýki. Þar sýndu 79% þátttakenda marktækan bata á geðrænum einkennum og margir upplifðu einnig betri svefn, minni bólgu, aukna orku og bætt efnaskipti. Þyngdartap og minnkun á mittismáli fylgdu í kjölfarið, og lifrarfita minnkaði að meðaltali um 36%, sem styður við þá kenningu að efnaskiptaleg endurhæfing geti haft bein áhrif á líðan og geðheilbrigði. Samantekt á 17 rannsóknum á áhrifum af ketógenísku fæði, sem birt var árið 2023 sýndi að flestar þeirra greindu frá marktækum bata í geðrænum einkennum. Þátttakendur með geðklofa sýndu minni geðrofseinkenni og betri vitsmunalega starfsemi. Þunglyndir lýstu aukinni orku, betri svefni og stöðugri líðan. Árið 2022 birtist rannsókn sem Dr. Georgia Ede vann að ásamt frönskum læknum í Toulouse. Í rannsókninni fylgdu 31 einstaklingar með langvinn og meðferðarónæm geðræn einkenni ketógenísku fæði. Af þeim sem héldu sig við mataræðið, sýndu 96% þyngdartap, 43% náðu klínískum bata og 64% gátu dregið úr lyfjanotkun. Þessar niðurstöður eru óvenjulegar í ljósi þess hversu alvarleg og langvinn einkenni þessara sjúklinga voru fyrir. Samanlögð niðurstaða þessara rannsókna styður við vaxandi áhuga á fæði sem meðferð við geðröskunum. Þó enn vanti stærri slembirannsóknir, sýna núverandi gögn að slíkt inngrip getur veitt fólki með alvarleg geðræn einkenni nýja möguleika á bata — ekki aðeins í sálrænni líðan heldur einnig í líkamlegri heilsu. Þetta markar vendipunkt í meðferð geðsjúkdóma þar sem horft er til heilastarfssemi út frá orku, næringu og efnaskiptum. Að taka ábyrgð á eigin heilsu Einn helsti kostur ketó fæðis er einfaldleiki og sjálfstæði: einstaklingar geta hjálpað sér sjálfir og tekið ábyrgð á eigin heilsu. Ketó fæði er ekki töfralausn og kemur ekki í stað hefðbundinna meðferða, en getur minnkað þörfina fyrir lyf – eða aukið virkni annarra meðferða. Næstu skref Fagfólk ætti að kynna sér grunnatriði ketó meðferðar og íhuga að kynna meðferðina fyrir sjúklingum sérstaklega þegar hefðbundnar leiðir bera ekki árangur. Stofnanir sem sinna geðheilbrigði gætu prófað innleiðingu meðferðarinnar í afmörkuðum hópum með mælingum á efnaskiptum og geðrænum einkennum. Almenningur ætti að fá upplýsta ráðgjöf áður en slíku fæði er beitt, en hvetja þarf til umræðu um áhrif mataræðis á geðheilsu almennt. Nánari fræðsla og úrræði Fagfólk og einstaklingar sem vilja kynna sér efnið frekar geta leitað á eftirfarandi stöðum: Metabolic Mind – fræðsluvefur Baszucki Foundation Brain Energy – bók eftir Dr. Chris Palmer (2022) Change Your Diet, Change Your Mind – bók Dr. Georgia Ede (2024) Clinical Guidelines for Therapeutic Carbohydrate Restriction – aðgengilegt á íslensku Heilinn er líffæri sem bregst við næringu – ekki bara lyfjum Sem klínískur sálfræðingur hef ég í vaxandi mæli orðið vör við samspil líkamlegra og geðrænna þátta. Fólk með langvinnan geðrænan vanda hefur oft reynt hefðbundnar meðferðir án árangurs. Hér gefst tækifæri til að bæta við öflugu meðferðartæki — sérstaklega þegar unnið er í teymi með sálfræðingi, næringarfræðingi og lækni. Ketó fæði er vonandi ekki aðeins „tískukúr“, heldur gæti orðið lykill að bættri líðan og auknum batahorfum hjá fólki með geðrænan vanda. Tími er kominn til að sameina geðheilbrigðisþjónustu og efnaskiptalækningar á nýjan hátt. Ketó mataræði markar nýja nálgun og von í meðferð geðrænna einkenna. Það krefst víðsýni og þverfaglegrar hugsunar – en fyrir þá sem hafa reynt allt annað getur það skipt sköpum. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Greene, J., De La Garza, R., Johnston, C. og Anton, S. D. (2023). The Ketogenic Diet as a Metabolic Therapy for Psychiatric Disorders. Frontiers in Psychiatry, 14:1120125. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2023.1120125 Ede, G., Danan, A., Westman, E., & Saslow, L. (2022). The Ketogenic Diet for Refractory Mental Illness: A Retrospective Analysis of 31 Inpatients. Frontiers in Psychiatry, 13:951376. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2022.951376 Sethi, S., Kilaru, K., Pimentel, M., et al. (2024). Pilot Study of a Ketogenic Diet for Schizophrenia and Bipolar Disorder. Stanford University, Department of Psychiatry and Behavioral Sciences. (preprint: medRxiv). https://doi.org/10.1101/2024.01.15.24302151 Turkheimer, E., Palmer, C. M., Sethi, S., McNamara, R. K., Wittenberg, G. M., & Drevets, W. C. (2025). Metabolic psychiatry: Key priorities for an emerging field. Nature Mental Health, 1(6), 291–294. https://doi.org/10.1038/s44220-025-00445-z Palmer, C. (2022). Brain Energy: A Revolutionary Breakthrough in Understanding Mental Health—and Improving Treatment for Anxiety, Depression, OCD, PTSD, and More. BenBella Books. Ede, G. (2024). Change Your Diet, Change Your Mind: A Powerful Plan to Improve Mood, Overcome Anxiety, and Protect Memory for a Lifetime of Optimal Mental Health. Hachette Books. BMC Psychiatry (2024). Nutritional interventions and outcomes in severe mental illness: evidence from recent clinical trials. BMC Psychiatry, 24(112). https://bmcpsychiatry.biomedcentral.com UCLA Department of Psychiatry (2025). Ketogenic Diet as Adjunctive Treatment in Adolescents With Bipolar Disorder: A Pilot RCT. ClinicalTrials.gov Identifier: NCT06214599 Baszucki Brain Research Fund (2023–2025). Metabolic Mind: Clinical Tools and Education for Metabolic Psychiatry. Hite, A. et al. (2021). Clinical Guidelines for Therapeutic Carbohydrate Restriction. Available at: https://www.dietdoctor.com/low-carb/guidelines Cordain, L., Eaton, S. B., Sebastian, A., Mann, N., Lindeberg, S., Watkins, B. A.,... & Brand-Miller, J. (2005). Origins and evolution of the Western diet: health implications for the 21st century. The American Journal of Clinical Nutrition, 81(2), 341–354. https://doi.org/10.1093/ajcn.81.2.341 Mozaffarian, D., Angell, S. Y., Lang, T., & Rivera, J. A. (2018). Role of government policy in nutrition—barriers to and opportunities for healthier eating. BMJ, 361, k2426. https://doi.org/10.1136/bmj.k2426 Jacka, F. N., O'Neil, A., Opie, R., Itsiopoulos, C., Cotton, S., Mohebbi, M.,... & Berk, M. (2017). A randomised controlled trial of dietary improvement for adults with major depression (the 'SMILES' trial). BMC Medicine, 15(1), 23. https://doi.org/10.1186/s12916-017-0791-y Marx, W., Lane, M., Hockey, M., Aslam, H., Berk, M., Walder, K.,... & Jacka, F. (2020). Diet and depression: exploring the biological mechanisms of action. Molecular Psychiatry, 26(1), 134–150. https://doi.org/10.1038/s41380-020-00925-x Camandola, S., & Mattson, M. P. (2017). Brain metabolism in health, aging, and neurodegeneration. The EMBO Journal, 36(11), 1474–1492. https://doi.org/10.15252/embj.201695810 Morris, G., Puri, B. K., Olive, L., Carvalho, A., Berk, M., & Maes, M. (2020). The role of mitochondria in the pathophysiology and treatment of bipolar disorder: A systematic review. Molecular Neurobiology, 57, 1652–1672. https://doi.org/10.1007/s12035-019-01782-x Yuen, A. W. C., Sander, J. W., & Riedel, G. (2017). Ketogenic diet therapy in neurodegenerative disorders: more than just ketones?. Frontiers in Molecular Neuroscience, 10, 27. https://doi.org/10.3389/fnmol.2017.00027
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun