Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2025 17:36 Einn hnullungurinn staðnæmdist alveg upp við vegkantinn. Ingveldur Anna Sigurðardóttir Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“ Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“
Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira