Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. ágúst 2025 20:26 Arnór Sigurjónsson, lengst til hægri, er varnarmálasérfræðingur. Vísir/Samsett Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Farage sagði Bretland eiga að endurheimta nýlendurnar Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Farage sagði Bretland eiga að endurheimta nýlendurnar Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira